Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 137
Önundur Magnússon. Sat SVS 1954—55.
F. 4. 3. 1939 að Görðum í Flateyrarhreppi,
Vestur-lsafjarðarsýslu og uppalinn þar og
á Flateyri, fluttist til Reykjavíkur 1952.
For.: Magnús Reinaldsson, f. 14. 4. 1897
að Kaldá í Flateyrarhreppi, sjómaður og
bóndi, d. 4. 3. 1952, og Guðmunda G. Sig-
urðardóttir, f. 9. 5. 1902 að Kirkjubóli í
Múlasveit, Vestur-Barðastrandarsýslu. —
Tók landspróf 1954. Starfaði hjá Kaupfé-
lagi Héraðsbúa, Egilsstöðum 1955—56,
Landsbanka Islands í Reykjavík 1956—58,
farmaður hjá Skipadeild SlS og Eimskipa-
félagi Islands h.f. 1958—64. Starfaði í flug-
rekstrardeild Loftleiða 1965—67, farmað-
ur á ýmsum skipum erlendis 1967—74, og
hjá Eimskipafélaginu 1974—77. Frá 1. 3.
1978 starfsmaður hjá Skýrsluvélum ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar.
Örn Andreas Arnljótsson. Sat SVS 1954—
55. F. 31. 10. 1936 í Reykjavík og uppalinn
þar. D. 11. 2. 1978. For.: Arnljótur Davíðs-
son, f. 28. 10. 1909 að Tófuhólum í N.-Þing-
eyjarsýslu, skrifstofumaður í Reykjavik,
og Ágústa María Figved, f. 4. 7. 1912 á
Eskifirði, húsmóðir. Maki 11. 5. 1962:
Halla Guðríður Gísladóttir, f. 26. 9. 1939
í Reykjavík, vélritunarkennari og húsmóð-
ir. Börn: Arnljótur, f. 6. 3. 1961, Gísli örn,
f. 5. 1. 1965, Ágústa María, f. 31. 5. 1969.
— Tók gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum
að Skógum. Starfaði hjá Landsbanka Is-
lands frá 1955, útibússtjóri á Keflavíkur-
fllugveli 1974—76 og útibússtjóri í Ólafs-
133