Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 118
Framsóknarfélags Reykjavíkur frá 1973
og formaður 1977. Kosinn í miðstjórn
Framsóknarflokksins 1979.
Helgi Ingi Ingimundarson. Sat SVS 1951f—
55. F. 7. 5. 1936 í Borgarnesi og uppalinn
þar. For.: Ingimundur Einarsson, f. 21. 3.
1898 að Hjarðarnesi í Kjós, verkamaður
og verkstjóri í Borgarnesi, og Margrét H.
Guðmundsdóttir, f. 21. 7. 1893 að Hunda-
stapa í Hraunhreppi á Mýrum, húsmóðir,
d. 7. 2. 1977. Maki 15. 11. 1958: Jónína
Björg Ingólfsdóttir, f. 26. 12. 1938 á Sauð-
árkróki, húsmóðir. Börn: Unnur, f. 29. 9.
1957, kennari, Brynja, f. 5. 10. 1962, nemi,
Ingimar, f. 23. 8. 1964, nemi, Anna. f. 10.
7. 1973. — Stundaði nám við Gagnfræða-
skóla Borgarness. Starfsnám hjá Hoved-
stadens Brugsforening í Kaupmannahöfn
og Cooperative Wholesale Society í Man-
chester 1957. Deildarstjóri hjá Kf. Borg-
firðinga í Borgarnesi 1956, gjaldkeri og
aðalféhirðir 1957 - 1. 7. 1978. Skrifstofu-
stjóri hjá sýslumannsembættinu í Borg-
arnesi frá 1. 7. 1978. 1 hreppsnefnd Borg-
arneshrepps 1970—74, formaður skóla-
nefndar Barna- og gagnfræðaskólans í
Borgarnesi 1961—74. 1 fræðsluráði Vest-
urlands frá 1978. Formaður og í stjórnum
ýmissa félaga í heimabyggð. Dóttir, Unnur,
sat skólann 1974—76.
Ingibjörg Fríður Leifsdóttir. Sat SVS 1954
—55. F. 16. 6. 1938 á Raufarhöfn og upp-
alin þar. For.: Leifur Eiríksson, f. 3. 6.
1907 að Harðbak á Melrakkasléttu, kenn-
ari á Raufarhöfn og síðar í Reykjavík og
114