Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 81
hanna Hallgerður, f. 13. 2. 1953, maki:
Gunnar Kristjánsson, kennari, Jóhannes
Finnur, f. 18. 12. 1954, nemi í viðskipta-
fræði, maki: Guðbjörg Gísladóttir, Halldór
Páll, f. 29. 8. 1957, kennari, maki: Guðný
Rósa Tómasdóttir, Guðrún, f. 4. 6. 1960,
Sólrún, f. 31. 5. 1964, Sveinbjörn, f. 29. 7.
1965. — Stundaði nám við Héraðsskólann
í Reykholti 1941-43. Starfaði 1946 á
skrifstofu Elliheimilisins Grund í Reykja-
vík, við útibú Kf. Stykkishólms í Grundar-
firði 1947—49, ýmis störf, mest vörubíl-
stjóri 1950—58. Kosinn í hreppsnefnd Eyr-
arsveitar 1954 og sat þar til 1978. Þar af
oddviti og jafnframt sveitarstjóri 1958—70,
oddviti 1974—78. Hvatamaður að stofnun
Sparisjóðs Eyrarsveitar og sparisjóðsstjóri
frá stofnun hans 1954. Starfaði mikið að
félagsmálum heima í héraði s.s. ungmenna-
félagi, kirkju og líknarfélögum. Var fyrsti
formaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar, og
verið svæðisstjóri Lions á Vesturlandi.
Einn aðalhvatamaður að stofnun Sjúkra-
samlags Eyrarsveitar 1951 og formaður
þess og gjaldkeri þar til það var sameinað
Héraðssamlagi Snæfellsness. Verið í mörg-
um nefndum og félögum á vegum sveitar-
félaga, m.a. í Fræðsluráði Vesturlands.
Hefur unnið mikið að framgangi Sjálf-
stæðisflokksins og er formaður Kjördæm-
isráðs sjálfstæðisfélaganna á Vesturlandi
og á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Hefur ritað um myndun byggðakjarna í
Grundarfirði í tímaritið Sveitarstjórnar-
mál, og ritaði um sama efni í bókina:
Byggðir Snæfellsness.
77