Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 100
Bergur Hallgrímsson. Sat SVS 1954—55.
F. 4. 10. 1929 að Hafnarnesi í Fáskrúðs-
firði og uppalinn þar. For.: Hallgrímur
Bergsson, f. 4. 5. 1904 að Hafnarnesi, út-
vegsbóndi þar, d. 26. 3. 1975, og Valgerður
Sigurðardóttir, f. 1. 10. 1912 að Hafnar-
nesi, verkakona í Keflavík. Maki 6. 12.
1958: Helga Bjarnadóttir, f. 29. 6. 1940 að
Búðum, húsmóðir. Börn: Hallgrímur, f. 28.
8. 1958, bankastarfsmaður í Reykjavík,
Bjarni, f. 8.10. 1963, Salóme, f. 21. 8. 1965,
Bergur, f. 2. 12. 1976. — Stundaði nám í
þrjá vetur í Alþýðuskólanum að Eiðum.
Var starfsmaður Kf. Stöðvarfjarðar 1955
—57 og aftur 1959—62. Var í bókhaldi SlS
1957—58. Stundaði síldarsöltun með öðr-
um 1962 og 1963 og einn 1964. Stofnaði
1964 útgerðina og frystihúsið Pólarsíld h.f.
á Fáskrúðsfirði og hefur verið fram-
kvæmdastjóri þess síðan. Stundaði lang-
hlaup og keppti oft. Starfar enn mikið að
íþróttamálum. Bróðir, Már Hallgrímsson,
sat skólann 1958—60.
Birgir Isleifsson. Sat SVS 1954—55. F. 5.
10. 1937 á Hvolsvelli og uppalinn þar. For.:
Isleifur Einarsson, f. 4. 9. 1895 að Miðey
í A.-Landeyjum, var einn af fyrstu starfs-
mönnum Kf. Hallgeirseyjar, síðar Kf.
Rangæinga, d. 3. 2. 1968, og Þorgerður
Diðriksdóttir, f. 5. 7. 1917 að Langholti í
Flóa. Maki 19. 12. 1959: Herdís Einarsdótt-
ir, f. 16. 3. 1938 á Hornafirði. Börn: Einar,
f. 9. 8. 1957, Linda, f. 7. 5. 1961, Birgir f.
3. 9. 1963. — Tók landspróf frá Héraðs-
skólanum að Skógum 1953. Starfaði hjá
96