Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 18
Síðan bendir J.J. á, að hér var nýi tíminn á ferð — sókn
samvinnuhreyfingarinnar og skólinn framarlega í fylk-
ingunni eins og vera ætti.
Jónas Jónsson stýrði skólanum í samræmi við þær fyrir-
ætlanir, sem hann hafði uppi látið og ég hefi vikið að lítils-
háttar með hans eigin orðum og hafa þær orðið gott veg-
arnesti á langri leið.
Saga skólans verður ekki rakin hér. Einungis drepið á
örfátt, sem mótað hefur skólann og störf hans. Má þá ekki
sleppa því, að Samvinnuskólinn hefur áreiðanlega verið
með meiri heimilis- og félagsblæ en títt er um aðra skóla.
Sambýlið við skólastjórann og fjölskyldu hans í Sam-
bandshúsinu setti lengi vel sinn svip á skólann, svo að ná-
lega mátti kalla hann Samvinnuheimili í höfuðborginni,
áratugum saman. Flutningur skólans að Bifröst í Borg-
arfirði kom því til vegar, að Samvinnuskólinn hefur getað
haldið við þessum heimilis- og fjölskyldublæ, sem svo
gifturíkur hefur reynst honum og samvinnuhreyfingunni.
Það var heillaspor þegar Bifröst var gerð að fræðslu-
og félagsmálasetri samvinnumanna, en það hefur hún
orðið í raun og á vafalaust eftir að verða í enn ríkara
mæli framvegis. Skólinn hefði ekki getað haldið til hlítar
því sniði, sem okkur þykir svo vænt um — né orðið sá
kjarni í fræðslu- og félagslífi samvinnumanna, sem hann
er nú, ef hann hefði orðið að taka upp hefðbundna hætti
borgarskóla að þeim algerlega ólöstuðum.
Jónasi Jónssyni eigum við að sjálfsögðu mest að þakka,
þegar skólans er minnst. Þá eigum við Guðmundi Sveins-
syni mikið að þakka sem gróðursetti Samvinnuskólann í
Bifröst og gerði þann garð frægan og við megum gjarnan
gleðjast yfir því að hafa nú enn fengið til forustu ungan,
glæsilegan skólamann, Hauk Ingibergsson, sem þegar hef-
ur unnið sér traust samvinnumanna.
Samvinnuskólinn hefur tvímælalaust verið og er traust-
ur viðskiptaskóli og jafnframt þýðingarmesti félagsmála-
skóli landsins. Rösklega 2000 manns hafa gengið á skól-
ann og áhrifa þeirra hefur víða gætt í samvinnuhreyfing-
14