Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Blaðsíða 154
Þingeyri við Dýrafjörð, fulltrúi hjá Endur-
tryggingafélagi Samvinnutrygginga í
Reykjavík. Barn: Aðalsteinn Heiðar, f. 5.
6. 1968, móðir: Ingigerður Antonsdóttir.
Börn með maka: Magnús, f. 16. 12. 1972,
Eiríkur, f. 28. 5. 1977. — Tók landspróf frá
Skógaskóla. Framhaldsnám samvinnu-
hreyfingarinnar 1965—67, frönskunám í
París, sumarið 1968. Hefur verið sölustjóri
hrossaútflutnings hjá Búvörudeild SlS frá
1968. Formaður Félags ungra Framsókn-
armanna í Rangárvallasýslu 1966—68, í
fulltrúaráði NSS 1970—72, í fulltrúaráði
Starfsmannafélags SlS 1975—77. Hefur á
síðustu árum unnið mikið að málefnum
Evrópusambands eigenda íslenskra hesta,
FEIF, og setið fundi þess sem fulltrúi Is-
lands.
Methúsalem Þórisson. Sat SFS 1963—65.
F. 17. 8. 1946 í Reykjavík og uppalinn þar
og í Kópavogi. For.: Þórir Guðmundsson,
f. 9. 5. 1919 í Noregi, innkaupastjóri í
Reykjavík, og Arnfríður Snorradóttir, f.
26. 2. 1925 í Reykjavík, húsmóðir. Maki
30. 4. 1966: Halldóra Jónsdóttir, f. 11. 5.
1947 í Reykjavík, húsmóðir. Börn: Arn-
fríður, f. 16. 10. 1966, Jóhanna, f. 26. 4.
1970. — Tók landspróf frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar 1963, nám við framhaldsdeild
SVS 1974—76. Starfaði á skrifstofu Kf.
Borgfirðinga í Borgarnesi 1965—66, hjá
Sveini Björnssyni & Co. h.f. 1967—71,
Turbon A.G. í Vestur-Berlín 1971—72,
skrifstofustjóri hjá Bátalón h.f. í Hafnar-
firði 1972—78, er nú skrifstofustjóri hjá
Umbúðamiðstöðinni h.f. í Reykjavík.
150