Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 150
Ingólfur Arnar Steindórsson. Sat SVS
1963—65. F. 9. 8. 1942 að Brautarlandi í
V.-Húnavatnssýslu og uppalinn þar. For.:
Steindór Benediktsson, f. 1. 3. 1898 að
Torfustöðum í V.-Húnavatnssýslu, bóndi
að Brautarlandi til 1963, eftir það búsettur
í Rvík, d. 28. 1. 1971, og Sigurbjörg Þórð-
ardóttir, f. 14. 5. 1907 að Galtanesi í V.-
Húnavatnssýslu, húsmóðir. Maki I 15. 7.
1967: Ólöf Haraldsdóttir, f. 15. 2. 1946 á
Akranesi, bankastarfsmaður, þau slitu
samvistum 1978. Maki II: Inga Þyri
Kjartansdóttir, f. 4. 5. 1943 í Hafnarfirði,
snyrtifræðingur. Barn með maka I: Har-
aldur, f. 1. 8. 1970. Börn maka II:
Kjartan, f. 2. 5. 1960, menntaskólanemi
Hulda, f. 28. 6. 1961, iðnnemi, Hrannar,
f. 9. 8. 1963, Brynhildur, f. 20. 5. 1965,
Baldvin Albert, f. 6. 6. 1974. — Tók lands-
próf frá Héraðsskólanum að Reykjum í
Hrútafirði. Starfaði áður við almenn
sveitastörf og barnakennslu. Starfaði eftir
nám í SVS, á Akranesi, fyrst hjá umboði
Sjóvátryggingafélags Islands, svo bókari
hjá Trésmiðjunni Akur, rak um tíma eigin
bókhaldsskrifstofu og loks aðalbókari hjá
Akranesbæ. Er nú innheimtustjóri hjá
Húsavíkurbæ. Var um tíma í stjórn
Iþróttabandalags Akraness og í stjórn
Umf. Skipaskaga á Akranesi. Fram-
kvæmdastjóri 15. landsmóts Ungmenna-
félags Islands á Akranesi 1975. Var í
Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi og
forseti hans í eitt ár. Er nú í Kiwanis-
klúbbnum Skjálfanda á Húsavík. Er for-
maður Starfsmannafélags Húsavíkurkaup-
staðar. Hefur lagt stund á frjálsar íþróttir.
146