Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 70
íþróttasambands Islands, Iþróttasambands
Islands, Knattspyrnufélags Reykjavíkur, í
Olympíunefnd Islands og í undirbúnings-
nefnd hátíðahalda 17. júní í Reykjavík o.fl.
Hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
árangur í íþróttum, og störf að félagsmál-
um. Aðrar heimildir: Isl. samtíðarmenn.
Brynjúlfur Thorvaldsson. Sat SVS 19Jf3—
Jf5. F. 3. 6. 1925 í Reykjavík. For.: Thor-
vald Gregersen, f. 1. 7. 1884 í Noregi, járn-
smiður, d. 27. 8. 1960, og Marín Magnús-
dóttir, f. 25. 7. 1896 í Grindavík. — Stund-
aði flugnám í Englandi 1946—48 og er nú
starfsmaður Flugleiða h.f.
Friðfinnur Kristinsson. Sat SVS 19Jf3—Jf5.
F. 27. 10. 1926 í Reykjavík og uppalinn
þar. For.: Kristinn A. Friðfinnsson, f. 2.
8. 1895 að Skógsnesi í Gaulverjabæjar-
hreppi, verkamaður í Reykjavík, d. 27. 11.
1953, og María Jónsdóttir, f. 7. 1. 1895
að Gerðum í Gaulverjabæ, húsmóðir, d.
23. 10. 1961. Maki 6. 7. 1952: Ósk Zófus-
dóttir, f. 20. 1. 1930 á Drangsnesi, sjúkra-
liði. Barn: Kristinn Ágúst, f. 27. 8. 1953,
guðfræðinemi, maki: Anna Margrét Guð-
mundsdóttir. — Stundaði nám við Héraðs-
skólann að Laugarvatni 1941— 43. Náms-
dvöl í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum
1954. Skrifstofumaður hjá Almenna bygg-
ingarfélaginu 1945—70, hjá Stálborg h.f.
1970—72. Hefur síðan unnið sjálfstætt að
bókhaldi og ráðgjafarstörfum.
66