Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 91
sýsluritari hjá sýslumanni Skaftfellinga í
forföllum föður síns 1948—50, vélstjóri við
Lóranstöðina á Reynisfjalli 1951—53,
dvaldi í Kaupmannahöfn 1953—55. Vél-
stjóri við Lóranstöðina 1955—57, starfaði
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og Áhalda-
húsi Reykjavíkurborgar 1957—63, hefur
síðan þá verið skrifstofumaður hjá Pósti
og síma í Reykjavík.
Ragnhildur Geirsdóttir. Sat SVS 1943—45.
F. 17. 6. 1922 að Vilmundarstöðum í Reyk-
holtsdal Borgarfirði. For.: Geir Pétursson,
f. 23. 7. 1893 að Geirshlíð í Flókadal, Borg-
arfirði, bóndi, og Ástríður Sigurðardóttir,
f. 28. 11. 1888 að Vilmundarstöðum, dáin.
Maki 17. 6. 1947: Páll Sigurðsson, f. 11. 1.
1918 í Vík í Mýrdal, tollvörður. Barn: Ást-
ríður, f. 2. 4. 1948, líffræðingur, maki:
Páll Hersteinsson, líffræðingur. — Stund-
aði nám við Héraðsskólann _í Reykholti.
Vann hjá SlS 1945—47, hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 1947—48, og á skrifstofu hjá
Vinnufatagerð Islands frá 1953.
Sigurður Gísli Guðjónsson. Sat SVS 1943
-45. F. 21. 11. 1924 að Breiðabóli við
Reykjavík, uppalinn að Nýjabæ í ölfusi.
For.: Guðjón Jónsson, f. 29. 1. 1894 að
Giljum í Mýrdal, stýrimaður, fórst með
m.s. Reykjaborg 10. 3. 1941, og Valgerður
Sigurbergsdóttir, f. 23. 6.1901 að Fjósakoti
í Meðallandi, húsmóðir, d. 9. 1. 1979. Upp-
eldisfaðir: Björn Sigurðsson síðast bóndi
að Kirkjuferjuhjáleigu í ölfusi; síðari
maður móður hans. Maki 9. 11. 1946:
87