Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 41
f. 12. 12. 1876 í önundarfirði, bóndi að
Tannanesi, d. 9. 8. 1955, og Jóhanna Ingi-
mundardóttir, f. 2. 1. 1878 að Vogum í
Vatnsfirði, húsmóðir, d. 18. 10. 1957. Maki
28. 7. 1941: Reynir Eyjólfsson, f. 28. 7.
1916 í Reykjavík, verslunarmaður. Börn:
Árni, f. 10. 12. 1941, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs, Eyjólfur, f. 6. 2. 1943,
flugmaður, Jóhann, f. 12. 4. 1945, rafvirki.
— Vann alla tíð húsmóðurstörf á heimili
sínu, Sonur, Árni Reynisson, sat skólann
1959-61.
Gústav Sigvaldason. Sat SVS 1933—35. F.
12. 7. 1911 að Hrafnabjörgum í Svínadal,
A.-Húnavatnssýslu og uppalinn þar. For.:
Sigvaldi Þorkelsson, f. 6. 1. 1858 að
Skeggjastöðum í A.-Hún., bóndi á Guð-
rúnarstöðum í Vatnsdal og á Hrafnabjörg-
um, d. 19. 3. 1931 og Jónína Guðrún Jósa-
fatsdóttir, f. 17. 3. 1875 að Litlu-Ásgeirsá
í V.-Hún., húsmóðir, d. 12. 7. 1932. Maki
18. 5. 1940: Ása Pálsdóttir, f. 28. 4. 1920
á Isafirði. Börn: Jónína Guðrún, f. 21. 11.
1940, kennari, maki: Alfreð Guðnason bif-
reiðasmiður, Páll, f. 5. 1. 1942, efnaverk-
fræðingur, maki: Anetta Bauder Jensen,
Sigvaldi, f. 30. 6. 1945. — Varð búfræðing-
ur frá Hólum í Hjaltadal 1932, kynnti sér
flugmál í Bandaríkjunum 1956—57. Bóndi
á Hrafnabjörgum 1930—33, vann með
námi við vikublaðið Framsókn 1934, skrif-
stofumaður hjá heildverslun Jóns Lofts-
sonar 1936—38, bókari og gjaldkeri hjá
Ofnasmiðjunni h.f. 1938—48. Aðalgjald-
keri hjá Flugmálastjórn frá 1. 1. 1948,
skipaður skrifstofustjóri þar 22. 5. 1958 og
37