Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 88
vinnufélaganna frá 1977. Formaður Nor-
ræna félagsins í Borgarnesi 1974—79. Á
sæti í nefnd um minnkun ríkisafskipta,
skipaðri af fjármálaráðherra 1976. Hefur
starfað í samtökum Framsóknarmanna
fyrst í FUF í Reykjavík, síðan í Kópa-
vogi, A.-Húnavatnssýslu og Mýrasýslu og
var um skeið formaður Framsóknarfélag-
anna á þessum stöðum. Form. uppstilling-
arnefndar Framsóknarflokksins í Vestur-
landskjördæmi frá 1976. Sonur, Ólafur, sat
skólann 1974—76 og framhaldsdeild 1977
—79. Aðrar heimildir: Isl. kaupfélagsstjór-
ar 1882-1977.
Ólína Þorleifsdóttir. Sat SVS 19bb—b5- F.
17. 3. 1927 á Norðfirði og uppalin í Nes-
kaupstað. For.: Þorleifur Guðjónsson, f. 8.
5. 1903 að Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
skipstjóri í Neskaupstað, d. 17. 12. 1932,
og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 10. 8. 1903
að Stuðlum í Norðfirði, húsmóðir á Nes-
kaupstað. Maki 9. 6. 1946: Björgvin Jóns-
son, f. 15. 11. 1925 á Eyrarbakka, kaup-
félagsstj. og alþ.m. á Seyðisfirði, nú fram-
kvstj. Glettings h.f. í Þorlákshöfn. Börn:
Hansína Ásta, f. 18. 1. 1946, kennari, maki:
Ingvi Þór Þorkelsson, Þorleifur, f. 16. 3.
1947, framkvstj., maki: Inga Anna Péturs-
dóttir, Jón Björgvin, f. 14. 1. 1949, skip-
stjóri, maki: Halldóra Oddsdóttir, Eyþór,
f. 31. 3. 1953, læknir, maki: Ágústa Benny
Herbertsdóttir, Ingibjörg, f. 24. 12. 1956,
hjúkrunarfræðingur, Elín Ebba, f. 12. 5.
1961, nemi. — Tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað 1942.
Húsmóðir, var eigandi og rak bókabúðina
84