Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Qupperneq 92
Hrefna Guðmundsdóttir, f. 5. 7. 1927 að
Blesastöðum á Skeiðum, rekur verslun að
Grundarstíg 12 í Reykjavík. Börn: Björn,
f. 5. 2. 1947, forstöðumaður víxladeildar
Búnaðarbanka Islands, maki: Ragnheiður
Sigurðardóttir, Guðjón, f. 19. 10. 1948,
skólastjóri, maki: Vera Ösk Valgarðsdótt-
ir, Guðmundur Rafn, f. 15. 8. 1955, stund-
ar nám í landslagsarkitektúr við háskólann
að Ási í Noregi, Atli Már, f. 22. 3. 1958, við
nám í Háskóla Isl., Sigurður Valur, f. 8. 9.
1960, Kristján örn, f. 18. 3. 1969. — Stund-
aði nám iy» vetur við Ingimarsskólann í
Reykjavík. Skrifstofumaður hjá Kf. Árnes-
inga 1. 8. 1945 — 1. 6. 1954. Kaupfélags-
stjóri hjá Kf. Stöðfirðinga 1. 7. 1954 —
1. 8. 1963 og sama tíma framkvæmdastj.
Hraðfrystihúss Stöðfirðinga. Skrifstofu-
stjóri hjá Hótel Sögu frá 1. 5. 1964. Aðrar
heimildir: Isl. kaupfélagsstjórar 1882—
1977.
Sigurgeir Guðmundsson. Sat SVS Utan
skóla F. 26. 12. 1918 í Hafnar-
firði og uppalinn þar. For.: Guðmundur
Einarsson, f. 18. 6. 1883 að Stóra-Knarrar-
nesi á Vatnsleysuströnd, búsettur í Hafn-
arfirði eftir 1906, trésmíðameistari, síðast
forstj. Dvergs h.f., d. 1. 7. 1968, og Jóna
Kristjánsdóttir, f. 14. 11. 1879 að Óttars-
stöðum í Garðahreppi, d. 14. 9. 1961. Maki
23. 5. 1942: Kristín Magnúsdóttir, f. 12. 7.
1919 í Hafnarfirði, húsmóðir. Börn: Bárð-
ur, f. 13. 11. 1955, stud. med., Auður, f. 19.
2. 1963. — Stundaði trésmíðanám. Fram-
haldsnám í Svíþjóð 1934—38. Starfaði hjá
Dverg h.f. 1931—34 og 1938—43, skrif-
88