Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 31
bóndi að Ánastöðum í Breiðdal 1941—43
og bóndi að Ytri-Kleif í sömu sveit 1943—
44. Vitavörður að Heyklifi á Stöðvarfirði
1944—45, verkamaður á Stöðvarfirði 1946
—52. Fluttist þá til Keflavíkur og starfaði
á Keflavíkurflugvelli 1953 til dauðadags.
Var mikill áhugamaður um íþróttir og
góður sundmaður.
Sigurður Þórir Eyjólfsson. Sat SVS y.d.
1924—25. F. 16. 1. 1906 að Björgvin á
Stokkseyri og uppalinn þar. For.: Eyjólfur
Sigurðsson, f. 3. 10. 1869 að Kaðalstöðum
á Stokkseyri, formaður, d. 19. 8. 1952, og
Sigríður Gísladóttir, f. 23. 6. 1883 að Voð-
múlastaðahjáleigu, A.-Landeyjum, d. 9. 3.
1963. Maki 31. 5. 1941: Unnur Þorgeirs-
dóttir, f. 15. 5. 1915 að Hlemmiskeiði á
Skeiðum, kennari. Börn: Eyjólfur Guðni,
f. 2. 4. 1942, sölumaður hjá Ferðaskrif-
stofunni LJtsýn, Þorgeir, f. 14. 4. 1944,
bæjartæknifræðingur á Selfossi, maki:
Þórunn Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi, f. 21.
4. 1948, læknir. Fósturbarn: Rósa Karls-
dóttir, f. 9. 11. 1951, fóstra á Akranesi,
maki: John Fenger, viðskiptafræðingur. —
Tók kennarapróf 1929. Við nám í Svíþjóð
1932—33. Kennari við Barnaskólann á
Stokkseyri 1929—32. Skólastjóri Barna-
skólans á Selfossi 1933 og jafnframt skóla-
stjóri unglingaskólans, sem síðar taldist
miðskóli, frá 1946. Stundakennari við Iðn-
skólann á Selfossi 1943—56. Lét af skóla-
stjórastarfi 1961 og gerðist fulltrúi á
Fræðslumálaskrifstofu til 1971 er skrif-
stofan var færð í Menntamálaráðuneytið.
27