Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 111
kvennafélagsins Brynju á Sigulfirði og Vinnuveitendafélags Siglufjarð-
ar. Samkvæmt samningnum hækkar tímakaup i almennri vinnu úr
kr. 2.05 i kr. 2.15 á klst. og í íshúsvinnu úr kr. 2.15 í kr. 2.25 á klst.
Næturvinna greiðist nú með 100% álagi á dagvinnu allt árið, nema
frá því að byrjað er að salta síld og til 15. sept., þann tíma greiðist
hún með 60% álagi. Greiddir kaffitímar í sólarhring hverjum eru
nú einni klukkustund lengr i en áður var.
Þá fékk Brynja nýja grein i samninginn, sem er mjög mikil rétar-
bót að. Atvinurekendur við síldarsöltun eru nú skuldbundnir til að
kalla stúlkur út til vinnu eftir númerum, svo að vinnan skiptist jafnt
niður og lágmarkstryggingin komi að til ætluðum notum. Þá eykst og
tillag atvinnurekenda til hjálparsjóðs Brynju úr 2 aurum á hverja
útskipaða síldartunnu i 3 aura.
Nýr kictrasamningur í Borgarnesi
16. júlí var undirritaður nýr samningur um kaup og kjör starfs-
fólks mjólkurstöðvarinnar í Borgarnesi milli Verkalýðsfélags Borgar-
ness annars vegar og Mjólkursamlags Borgfirðinga hins vegar. Sam-
kvæmt samningi þessum hefur kaup hækkað þannig eftir starfsaldri:
Karlmenn kr. 500.00 um mánuðinn (grunnkaup) í stað kr. 425.00
áður eða 17.6% hækkun og kr. 625.00 í stað kr. 550.00, cða um 13.16%
hækkun. Konur fá nú kr. 325.00 í grunnlaun á mánuði í stað 275.00
áður eða 18.2% hækkun, og 400.00 kr. eftir 3 ára starfstíma.
Kjarabætur á Akranesi
31. júlí varð samkomulag milli Verkalýðfélags Akraness og atvinu-
rekenda um framlengingu og breytingu á áður gildandi samningi
urn kaup og kjör. Tímakaup karla hefur hækkað um kr. 0.15 pr.
klst. eða í kr. 2.80 í dagvinnu, þ. e. Reykjavíkurkaup. Tímakaup
kvenna í dagvinnu hefur hækkað úr kr. 1.89 i kr. 2.04 á klst. — Auk
þess er nú konum, sem vinna við söltun á fiski og óverkaðan salt-
fisk, greitt karlmannakaup.
Nýir kjarasamningar ó Bíldudal
Hinn 7. ágúst voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Verka-
lýðsfélagsins „Varnar" á Bildudal og atvinnurekenda þar.
111