Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 7
F O R M Á L I
Árin 1943 ng 1944 gáfu þeir Jóhann BernharcL og Brynjólfur Ingólfs-
son út „Árbók frjálsíþróttamanna“, en árin 1945, 1946 og 1947 gefur
bókasjóður íþróttasambands íslands (ÍSÍ) út „Árbók íþróttamanna“, og
er Jóhann Bernhard ritstjóri. Árbók ársins 1948 gefur Jóhann Bemhard
út á eigin ábyrgð, en að tilhlutun ISI, þar eð störf bókasjóðs ISI lögðust
niður.
Á s. I. vetri samþykkti sambandsráð ÍSÍ samning við Bókaútgáfu
Menningarsjóðs um útgáfu leikreglna hinna ýmsu íþróttagreina og
árbókar.
Vegna aðdraganda þessara framkvæmda hefur Jóhann Bernhard ekki
séð sér fært að halda áfram útgáfu sinni, og eftir að gerður hafði verið
við hann samningur um útgáfu á handritum árbóka 1949 og 1950, til-
kynnti hann sambandsráði ÍSÍ, að hann gsefi ÍSÍ útgáfurétt sinn að
„Árbók íþróttamanna“, og er nú unnið að útgáfu handritanna.
Arhók íþróttamanna 1951, sem skýrir frá íþróttaviðburðum ársins
1950, birtist hér með á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs, en að svo
hefur mátt verða, er mörgum að þakka.
Útgáfunefnd ÍSÍ þakkar fyrst og fremst framkvæmdastjóra bókaúit-
gáfunnar, hr. Jóni Emil Guðjónssyni, einlægan skilning á íþróttum sem
menningarþætti og ötulleika við útgáfuna.
Þá stöndum við í þakkarskuld við þessa einstáklinga: Bagnar Vigni,
sem tekið hefur saman afrekaskrá sundþáttarins; Atla Steinarsson, sem
aðstoðaði við myndaval og fleira snertandi þann þátt; Hauk Bjamason
og Sigurð Magnússon, sem aðstoðuðu við samningu handknattleiks-
þáttur; Þnrkel Magnússon, sem tók saman hnefaleikaþátt; Jón D. Ár-
mannsson, sem samdi skautaþátt; Gunnar Hjaltason, er ritaði skíðaj>átt,
og Gísla Kristjánsson, sem veitti aðstoð við ritun þáttarins; Sigurgeir
Guðmannsson, sem skráði knattspyrnuþátt; Brynjólf lngólfsson, sem
samdi þátt um frjálsar íþróttir; Þorvald Ásgeirsson, sem færði i letur
golfþátt.
5