Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 236
í.vhindsfarar, og 20. ágúst steig þriðja þýzka knattspyrnuliðið, sem hingað
keniur, hér á land. Var það úrvalslið frá Knattspymusambandi Rínar-
landa.
Flokkurinn lék hér 5 leiki á 8 dögum, og þarf því engan að furða,
þótt síðari leikimir hafi ekki staðið þeim fyrstu á sporði. Það er eins
með X>jóðverjana og Sjálendingana, að fyrsti leikurinn er beztur, en er
frá líður, fer að draga af gestunum, og má þar fyrst og fremst um kenna
hörku vallarins og í þessu tiffelli strangri og erfiðri dagskrá.
Ohætt mun því að ganga út frá, að fyrsti leikurinn sé nokkum veg-
inn mælikvarði á styrkleik þýzka liðsins. Lék það þá gegn óstyrktu
Fram-liði, sem það sigraði með 6—3 eftir skemmtilegan og vel leikinn
leik. Þó komu fram ýmsir vankantar á þýzka liðinu, og sá, sem mest
bar á, var skortur á hreinum skotmönnum. I fyrri hálfleiknum gegn
Fram lék það vöm Fram sundur og saman, en smiðshöggið á upphlaup-
in vantaði stöðugt.
Næsti leikur var gegn Víking, sem hafði styrkt lið sitt með 4 láns-
mönnum, Sæmundi Gíslasyni, Sveini Helgasyni, Ellert Sölvasyni og
Herði Óskarssyni, og varð úr heilsteypt og sterkt lið, sem án efa hefði
tekizt að færa okkur fyrsta sigurinn yfir þýzku liði, en í hléi tóku Þjóð-
verjamir það ráð að setja fyrirliða liðsins, Gauchel, sem ætlaði að taka
sér hvíld leikinn, inn á, og tókst þeim þá að rétta hlut sinn.
I 18. tilraun tókst íslenzku liði loks að sigra þýzkt lið, en heldur var
sá viðburður leiðinlegur á að horfa. Virtust Þjóðverjamir ekki þola mót-
gang, því að í síðari hálfleik, er samsteypa KR og Vals hafði tekið for-
ustuna, breyttist framkoma þeirra við dómara og andstæðinga svo, að
hún gat ekki talizt sæmandi íþróttamönnum.
Urval úr Reykjavíkurfélögunum tapaði fjórða leiknum gegn Þjóðverj-
unum og sýndi mun lélegri leik en öll liðin þrjú, sem áður höfðu leikið
gegn þeim. Má ef til vill þar um kenna veðri, sem ekki var sem hagstæðast.
Síðasti leikurinn var síðan gegn samsteypu úr Fram og Víking, og
var hann vel leikinn af beggja hálfu. í síðari hálfleik kom skortur Þjóð-
verjanna á skotmönnum berlega í ljós, er þeir höfðu öll völd í leiknum,
léku vörn F—V-liðsins sundur og saman, en í stað þess að skora fengu
þeir á sig mark. Gerði það Ríkharður Jónsson, sem í þessum leik lék
„tækifærissinnaðan“ miðframherja, var sífellt á ferð, elti hverja send-
ingu. I hvert sinn sem knötturinn var nærri honum, var sem örvænting
gripi þýzku vömina, og vora oftast 2 menn, sem höfðu auga með hon-
um.
Þjóðverjarnir léku hina svonefndu meginlandsknattspymu, notuðu
234