Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 246
Báru Haukar sigur úr býtum með töluverðum yfirburðum, skoruðu 5
mörk gegn 0. Rafha-keppnin féll niður 1949.
I. fl. KR lék í Hafnarfirði 22. júní við Hauka. Lyktaði þ eim leik með
jafntefli, 2—2.
Um miðjan ágúst fór I. fl. Hauka í heimsókn til Vestmannaeyja og
lék þar 2 leiki við félögin þar. Beið flokkurinn ósigur í báðum leikjun-
um, fyrir Tý 2—1 (12/8) og fyrir Þór 3—0 (13/8).
I. fl. Keflvíkinga kom í heimsókn 23. sept. og lék einn leik gegn liði
ÍBH (úrval). Sigruðu Hafnfirðingar með 2—0.
II. flokkur KR lék 29. júní í Hafnarfirði gegn FH. Báru gestimir
sigur úr býtum með töluverðum yfirburðum, 4—0.
Um líkt leyti skiptust FH og Víkingur á heimsóknum í II. fl., og sigr-
uðu Víkingar í bæði skiptin, í Reykjavík með 4—0 og í Hafnarfirði með
3-2.
I júlí lék III. fl. FH í Reykjavík gegn 'Þrótti, og báru Hafnfirðingar
hærri hlut, 3—2.
Um mánaðamótin ág.—sept. kom III. fl. Víkings til Hafnarfjarðar og
lék einn leik gegn FH. Víkingar sigmðu með 4—2.
Yngstu leikmenn Hauka, IV. fl., voru allathafnasamir, léku tvisvar
við Val, tvisvar við KR og einnig við Þrótt. Leikjunum við Val lyktaði
báðum með jafntefli, í Hafnarfirði 22/7 1—1 og 30/9 í Reykjavík
einnig 1—1. KR-ingar sigmðu Hauka í báðum leikjunum, með 5—0 í
Hafnarfirði 16/8 og 5 dögum síðar í Reykjavík með 3—0. Liðið hélt síðan
aftur til Reykjavíkur 30. ágúst og sigraði þá IV. fl. Þróttar með 2—0.
ísafjörður
Aðeins 2 knattspyrnumót fóru fram, með þátttöku bæjarfélaganna,
Harðar og Vestra. Haustmótin féllu niður vegna ónógrar þátttöku, þ.e.
Hörður tilkynnti einn þátttöku í þeim.
Þjóðhátíðardaginn fór fram keppni I. fl. um Leósbikarinn. Sigraði
Hörður með töluverðum yfirburðum, 6—1, og vann bikarinn í 3. sinn.
Vestri hefur unnið hann einu sinni, en það var 1949.
Þriðja júlí léku III. flokkar félaganna um Halldórsbikarinn, og bar
Vestri sigur úr býtum, 2—1. Þetta er annað árið, sem leikið er um þenn-
an bikar, en Hörður vann hann 1949.
I. flokkur Knattspymufélags Siglufjarðar kom í heimsókn 29. júní og
lék 2 leiki við úrval úr bæjarfélögunum. Lyktaði fyrri leiknum með
jafntefli, 1—1, en síðari leikinn unnu Siglfirðingarnir með 4—0. Með þeim
lék þjálfari flokksins, Hafsteinn Guðmundsson landsliðsmaður, og má að
244