Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 337
vegalengdir, sem algengast er að keppa í, eru 500, 1500, 5000 og
10000 m., og er keppt í þeim á flestum stórmótum. Stundum eru þó
Tiafðar 3000 m. vegalengdir í stað 10000 m. Einnig er stundum keppt
í 1000 m. hlaupi.
Þau skautahlaup, sem keppt hefur verið í hér á landi, hafa farið franr
á beinum brautum, þar til síðastliðið ár. Var þá fyrst farið að keppa á
nákvæmlega útmældum hringbrautum. Talsvert hefur verið um skauta-
hlaup á Tjörninni í Rvík á hringbraut. Um aldamótin síðustu er talið, að
hafi verið rnikið urn skautahlaup þar og starfað af mesta fjöri að skauta-
iðkunum. Árið 1918 og þar um kring virðist einnig hafa verið mikið
■ðkuð skautahlaup á Tjeminni, og mun þá hinn kunni íþróttafrömuður
Sigurjón Pétursson á Álafossi hafa verið fremstur í flokki skautahlaupara.
Á Akureyri var haldið skautamót árið 1941, og mun það hafa verið
fjölbreyttasta skautamót, sem haldið hefur verið hér á landi. Meðal
annars var þá keppt í hraðhlaupi, þ. e. 300 m. hlaupi drengja í tveim-
ur flokkum, 500 m. hlaupi karla og 6x200 m. boðhlaupi. Hlaupin fóru
fram á beinni braut. 500 m. hlaupið vann Eggert Steinsen (SA) á 59,5
sek., en boðhlaupið vann SA á 2:26,3 mín. Síðan 1941 hafa nokkrum
sinnum verið undirbéiin skautamót á Akureyri, en öll farizt fyrir vegna
óhagstæðra veðurskilyrða, þar til 1950 að Skautafélagið kom upp innan-
félagsmóti í hraðhlaupi, og var þá keppt á hringbraut.
Keppni í skautahlaupi mun hafa farið fram víðar, t. d. í Þingeyjar-
sýslu, Skagafirði og á Suðurlandi, en um það hefur mér ekki tekizt
að fá nægilegar upplýsingar. í kringum 1920 voru haldin mót hjá Ung-
mennafélagi Skeiðamanna. Félaginu hafði verið gefinn silfurbikar til
að keppa um í skautahlaupi, og var keppt um hann í nokkur ár. Hjá
Umf. Dagsbrún í Austur-Landeyjum og hjá Umf. Hrunamanna hef-
ur einnig verið efnt til kapphlaups á skautum. Á Múlavatni í Aðaldal
var keppt í 500 m. hlaupi karla og 300 m. hlaupi kvenna 4. des. 1927.
Síðastliðið ár er svo merkisár í sögu skautahlaups hér á landi, þar sem
fyrsta landsmót ÍSÍ í skautahlaupi var haldið í Reykjavík, og er óskandi,
að skautahlauparar eigi eftir að mæta til slíks móts á hverju ári í fram-
tíðinni. Á mótinu voru mættir keppendur frá SR, IR, Umf. Aftureld.ingu
og Umf. Vöku. Keppt var í 500, 1500 og 5000 m. hlaupum. ÍSÍ hafði
gefið bikar til keppninnar. í reglugerð um hann segir m. a.: Bikarinn
heitir Skautabikar íslands, gefinn af ÍSÍ 28. janúar 1949. Keppa skal
árlega um bikarinn, og er það meistarakeppni íslands í skautahlaupi
(hraðhlaupi). Sá, sem fær lægsta stigatölu í samanlögðum hlaupunum,
hlýtur bikarinn. Ef sami maður vinnur þrisvar í röð, eða fimm sinnum alls.
335