Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 32
riðli, en úrslitahlaup var ekki látið fara fram); 3. Frediev Nielsen, Danm.,
26,5 sek.; 4. Reynir Sigurðsson, IR, 27,1 sek.; 5. Albert Rasmussen,
Danm., 27,5 sek.; 6.-7. Rúnar Bjarnason, IR, og Svend Aa. Frederiksen,
Danm., 27,6 sek.
Hástökk: 1. Sigurður Friðfinnsson, FH, 1,84 m.; 2. Erik Nissen, Danm.,
1,75 m.; 3. Helge Fals, Danm., 1,70 m.
Stangarstökk: 1. Torfi Bryngeirsson, KR, 4,00 m.; 2. Rudy Stjemild,
Danm., 3,90 m.; 3. Kjeld Löndahl, Danrn., 3,50 m.
Spjótkast: 1. Poul Larsen, Danm., 60,32 m.; 2. Adolf Óskarsson, ÍBV,
58,06 m.; 3. Hjálmar Torfason, Umf. Lj. (HSÞ), 57,05 m.; 4. Thomas
Bloch, Danm., 56,97 m.
Kringlukast: 1. Gunnar Huseby, KR, 50,13 m. (nýtt ísl. met. Með
vinstri hendi kastaði Huseby 32,62 m. eða samanl. 82,75 m., sem einnig
er nýtt ísl. met); 2. Jörgen Munk-Plum, Danm., 46,80 m. (v. 32,43 m.,
samanl. 79,23 m.); 3. Friðrik Guðmundsson, KR, 43,12 m. (v. 34,96 m.,
samanl. 78,08 m.); 4. Þorsteinn Löve, ÍR, 42,88 m.; 5. Poul Cederquist.
Danm., 42,77 m. (v. 31,64 m., samanl. 74,41 m.).
Reykjavíkurmeistaramótið
Aðalhluti mótsins fór fram 1.—2. ágúst, en aðrar greinar 25. júlí.
Veður var gott alla dagana, en þátttakendur fáir í flestum greinum.
Iþróttafélag Reykjavíkur stóð fyrir mótinu. Leikstjóri var Gunnar Stein-
dórsson.
25. júlí: Þennan dag skyldi keppt í boðhlaupunum tveimur og
fimmtarþraut, en sakir þátttökufæðar féll niður keppni í tveimur áður-
nefndra greina. Keppt var aðeins í 4x100 metra boÖhlaupi, og urðu
úrslit þessi: 1. Sveit IR (Finnbjörn, Rúnar, Reynir, Haukur) 43,4 sek.;
2. Sveit KR (Torfi, Ingi, Magnús, Asmundur) 43,7 sek.; 3. Sveit Armanns
(Þorbjöm, Grétar, Reynir, Guðm. Lár.) 45,2 sek.; 4. Drengjasveit IR
(Vilhj., Þorv., Garðar, Ól. Öm) 45,5 sek.
Aðeins ein sveit mætti til leiks í 4x400 metra boðhlaupi, og féll því
keppnin niður (í reglugerð mótsins segir, að í hverri grein verði minnst
þrír þátttakendur að hefja keppni til að löglegt sé). Hins vegar fór
fram 300 metra hlaup (utan móts) með þátttöku þeirra fjögurra manna,
sem mættir vom til leiks, og urðu úrslit þessi: 1. Asmundur Bjamason,
KR, 34,5 sek. (nýtt ísl. met); 2. Magnús Jónsson, KR, 35,9 sek.; 3.
Sveinn Bjömsson, KR, 37,1 sek.; 4. Ingi Þorsteinsson, KR, 37,8 sek.
Aðalhluti mótsins fór, eins og fyrr er sagt, fram 1.—2. ágúst, og urðu
úrslit þessi:
30