Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 316
Harðar á Patreksf. 8. júlí. Úrslit urðu þessi: 60 m. sund, kvenna: 1. Halld.
Bjarnadóttir, ÍD, 1:06,0 mín. 2. Sigrún Jóhannsdóttir, ÍD, 1:20,3 mín.
3. Eygló E. Cheliu, ÍD, 1:40,5 mín. — 100 m. sund karla: 1. Magnús
Sigurðsson, ID, 1:32,6 mín. 2. Magnús Guðmundsson, ID, 1:35,5 mín.
3. Pétur Jóhannsson, IH, 1:39,0 mín. Synt var bringusund.
Unglingasundmót Norðurlanda
Unglingasundmót Norðurlanda var haldið í Kaupmannahöfn dag-
ana 15. og 16. apríl. Einn þátttakandi var frá Islandi í móti þessu, var
það Pétur Kristjánsson úr Armanni, sem var aðeins 15 ára gamall. Með
honum fór þjálfari hans, Þorsteinn Hjálmarsson. Pétur keppti í 100 m.
skriðsundi.
Seinni dag mótsins var keppnin haldin í Osterbrosundhöll. Þar keppti
Pétur Kristjánsson í 100 m. skriðsundi, og vakti frammistaða hans mjög
mikla eftirtekt. Hann var yngsti þátttakandinn í drengjasundunum, og
dönsku blöðin gátu þess, að Danir ættu nú engan sundmann á 100 m.
skriðsundi, sem væri eins fljótur og þessi ungi íslendingur. Pétur hlaut
2. verðlaun, og var tími hans 1:02,4 mín., sem er nýtt ísl. drengjamet
og annar bezti tími, sem íslendingur hafði náð til þessa.
Aldurstakmark keppenda var til 19 ára. Keppnin var mjög hörð á milli
Péturs og Svíans PI. Westesson. Fyrstu 25 m. voru Pétur og Westesson
hnífjafnir, eftir 50 m. var Westesson aðeins á undan, dró Pétur þá aftur
á, svo að eftir 75 m. voru þeir aftur jafnir, en á endasprettinum tókst
Westesson að verða hálfum metra á undan í mark á 1:01,9 mín. Tími
Péturs var, eins og áður segir, 1:02,4 mín. Westesson er nær 18 ára og
afbragðs sundmaður. Þriðji maður var A. BiDing frá Svíþjóð. Tími hans
var 1:04,1 mín.
314