Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 218
spymuunnendum vera fagnaðarefni. KR varð nú íslandsmeistari þriðja
árið í röð, og í ár eins og árið áður bitust KR og Fram um hnossið fram
til þess siðasta. Reykjavíkurmót meistaraflokks var öUu ójafnara. Fram
missti aðeins 1 stig og hafði að lokum 4 stig frarn yfir KR, sem varð nr. 2.
Undanfarin ár hafa farið fram aukaleikir í meistaraflokki milli úrvals-
liða, t. d. pressuleikurinn 1949 og hinn árlegi leikur milli Austurbæjar og
Vesturbæjar, sem ætla hefði mátt, að væri orðinn fastur liður á knatt-
spvmudagskránni. En í ár brá svo við, að hvorugur þessara leikja fór
fram, og var það mjög niiður farið, og væri óskandi, að þeim væri ætl-
aður sinn staður hvomm á dagskrá sumarsins strax í upphafi tímabilsins.
Knattspyrnuþingið 1950
4. ársþing Knattspymusambands Islands var haldið í Reykjavík 21.
október. Fundarsókn var heldur léleg, því að aðeins vom mættir full-
trúar frá 4 aðilum að sambandinu, 12 frá KRR, 4 frá Akranesi, 2 frá
Hafnarfirði og 1 frá Austurlandi.
Á þinginu var skýrt frá því, að allar likur bentu til þess, að fslendingar
mundu leika 2 landsleiki á árinu 1951, við Svía í Reykjavík i júní—júlí
og Norðmenn í Osló í júlí—ágúst. Ennfremur gaf formaður þær upp-
lýsingar, að stjórn KSÍ hefði tilkynnt Olympíunefnd, að hún mundi vinna
að því, að íslenzkt knattspvrnulið tæki þátt i næstu Ólympíuleikjum,
i Helsinki 1952.
Nokkur mál voru lögð fyrir þingið, og vom þessi helzt:
I. Samþykkt var að lækka aldur þeirra leikmanna, sem hafa ótviræð-
an rétt til þátttöku í meistaraflokksleikjum, í 18 ár, þ. e., héðan í frá þurfi
ekki að sækja um undanþágu fyrir leikmenn úr 2 elztu árgöngum 2. ald-
ursflokks til að leika með meistaraflokki. En 2 leikmönnum yngri en 18
ára úr 2. flokki er heimilað með sérstakri undanþágu að leika með meist-
araflokki.
II. Gengið var frá áhugamannareglum KSÍ, sem eru svo til samhljóða
áhugamannareglum ÍSI.
III. Samþykkt var að breyta skipan landsliðsnefndar, og yrði nefndar-
mönnum fækkað úr 5 í 3 og skyldu allir vera frá Reykjavík. Skvldu þeir
skipaðir af stjórn KSÍ eftir tilnefningu KRR. Tilnefndi KRR síðan 7 menn,
en KSÍ skipaði eftirtalda 3 menn i landsliðsnefnd: Guðjón Einarsson, Hans
Kragh og Grímar Jónsson. Grímar tók ekki sæti í nefndinni, og kom
Jón Sigurðsson (rakari) þá inn í nefndina.
IV. Sú brevting var gerð á 21. gr. laga KSÍ um knattspymumót, að
216