Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 219
taki 0 fólög eða fleiri þátt í móti, skuli það félag úr keppninni, sem
tapar 2 leikjum, en stjórn KSI setji reglur um framkvæmd þessa fyrir-
komulags.
Stjóm sambandsins fyrir 1951 verður þannig: Jón Sigurðsson (slökkvi-
liðsstjóri) formaður, Ragnar Lárusson varaformaður, Björgvin Schram
gjaldkeri, Jón Eiríksson ritari, Guðmundur Sveinbjörnsson meðstjóm-
andi. Varamenn í stjórn: Guðjón Einarsson, Hans Kragh og Olafur
Sigurðsson.
Landsmót
Knattspyrnumót íslands
Að venju fór Islandsmótið fram í Reykjavík í júnímánuði. Auk hinna
gðmlu, föstu fulltrúa höfuðstaðarins, Fram, KR, Vals og Víkings, tóku
Akumesingar (IA) einnig þátt í mótinu eins og undanfarið.
Mótið var samkvæmt venju sett með viðhöfn, liðin 5 gengu fylktu
liði undir fánum inn á völlinn, og í stuttri ræðu sagði formaður knatt-
spyrnusambandsins, Jón Sigurðsson, þetta 39. íslandsmót sett.
Fram 0 — í A 0 1/6
„Frammistaða Akumesinga mun hafa komið flestum á óvart. Ef þeir
hefðu haft svolítið meiri skotleikni, hefði auðveldlega getað farið svo,
að bæði stigin hefðu hafnað þeirra megin. Var það þó engan veginn
vegna þess, að Fram ætti slæman dag. Þeir léku oft vel, framverðimir
byggðu vel upp, og brá oft fyrir laglegum samleik. En þeir náðu aldrei
valdi á leiknum. Hraði Akurnesinga kom í veg fyrir það, auk þess sýndu
þeir meiri nákvæmni í samleik en þeir hafa áður gert . . . . “ (Þjóðviljinn).
„Enda þótt veður hafi verið mjög óhagstætt, NA 6—7 og rigning,
varð þó bert, að á síðastliðnu ári hafa Akurnesingar tekið miklurn fram-
förum, og má segja, að þeir standi nú jafnfætis Reykjavikurfélög-
unum.“ (Morgunblaðið).
.....skemmtilegur leikur og tvisvnn, þrátt fyrir veður ....
Hraði og kraftur einkenndu bæði liðin, og úthald var ágætt. Það kom
mjög á óvart, hve gott lið ÍA er, og þótt jafntefli hafi verið réttlátustu
úrslitin, þá verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að möguleikar
IA .. voru meiri . . fljótari á knöttinn, og yfirleitt sterkari í návígi.
liðið er jafnt og gott . .“ (Tíminn).
217