Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 235
Óskar Sigurbergsson (F), Ríkharður Jónsson (F), Gunnlaugur Lárusson
(Víking) og Ellert Sölvason (Val).
Lið SBU var skipað sterkum einstaklingum, og af úrvalsliði að vera
var það vel samæft. Það mun að miklu leyti stafa af hinum árlegu leikj-
um milli héraðssambandanna dönsku, sem eru fimm. Kjarni þess voru
6 leikmenn frá I. deildar liðinu Köge Boldklub, þ. á m. landsliðsmenn-
imir Henning Elting og Edvin Hansen og B-landsliðsmaðurinn T. Bælt.
Samleikur þess var hraður og stuttur. Sífelldar skiptingar framherj-
anna sköpuðu sífellt opnur á varnarvegg andstæðinganna, og komu
flest mörk liðsins þannig. Knattmeðferð leikmanna bar af leikni flestra
okkar manna, og eitt atriði knattspyrnunnar sýndu þeir okkur, en það
er forsýnin (anticipation). Hér vill það oftast brenna við, að ekki er nema
sá leikmaðurinn, sem með knöttinn er, virkur. Aðrir leikmenn eru ekki
með í leiknum fyrr en sá virki sendir knöttinn frá sér. Sjálendingarnir
sýndu, að hver leikmaður verður að vera með, leitast við að sjá fvrir,
hvort leikurinn muni ekki berast yfir til hans, og staðsetja sig í sam-
ræmi við þá framvindu, sem hann telur líklegt, að leikurinn taki. En allt
stendur þetta til bóta, til þess er einmitt ráðizt i þessar heimsóknir.
Lið SBU var þannig skipað: Henning Elting (Köge), Emst Jensen
(Köge), Ib Jensen (Næstved), Poul Nielsen (Næstved), Edvin Hansen
(Köge), Alf Nielsen (Köge), Torben Bælt (Köge), Leif Petersen (Helsingör),
Esben Donnerborg (Næstv.), Jens Theilgaard (Hels.), Jörgen Larsen
(Slagelse). í stað Alf Nielsen lék Poul Sörensen (Köge) fyrsta leikinn.
Móttökunefndina skipuðu þessir menn: Guðjón Einarsson, Ólafur Jóns-
son, Hans Kragh, Einar Hjartarson, Jón Eiriksson og Þráinn Sigurðsson.
I boði hennar voru viðstaddir leikina þeir Gunnar Huseby, og Albert
Guðmundsson.
Leikirnir:
10/7. Fram 2 — SBU 4. D: Albert Guðmundsson.
12/7. KR 1 — SBU 3. D: Þráinn Sigurðsson.
14/7. Revkjavík 1 — SBU 3. D: Guðjón Einarsson.
Heimsókn XXII:
Fuszball Verband Rheineland
Snemma i vor stóðu vonir til, að hingað kæmi þýzkt knattspyrnulið
á vegum félaganna Fram og Víkings, en er að komutíma þess leið, urðu
ýmsar tafir á undirbúningi fararinnar vegna tafa á alls konar leyfum.
Virtist þá alveg loku fyrir það skotið, að þriðja liðið heimsækti okkur 1950.
I ágúst komu siðan skyndilega skilaboð um, að lið væri reiðubúið til
233