Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 232
Helmsókn XX:
Heimsóknir.
KFUM'S Boldklub.
Koma danska knattspyrnuliðsins KFUM’S Boldklub í júní markar á
vissan hátt upphaf nýrrar stefnu í heimsóknum erlendra knattspymu-
liða. Eftir styrjöldina 1939—’45 var í fyrstu talið, að íslenzka knatt-
spyrnan þyldi ekki nema eina heimsókn á ári, en heimsókn Queen’s Park
Rangers afsannaði það.
Þegar knattspyrnufélög okkar fóru að hugsa sér til hreyfings fyrir
alvöm, kom fram, að þeim félögum, sem launa vildu gistivináttu og
aðstoð á ferðum erlendis með heimboði, var ekki ætlaður staður á dag-
skrá sumarsins, sem var að komast í fast horf og öllum líkaði. Varð því
að ráði að heimila einstökum félögum að bjóða heim erlendum liðum
í slíku skyni á miðju sumri. Ymissa orsaka vegna snerust heimsóknir
sumarsins 1950 við, þannig að KFUM’S Boldklub kom hingað fyrst er-
lendu liðanna, og kom það á vegum Vals.
Liðið lék hér 4 leiki, 3 í Reykjavík og 1 á Akranesi, og var það fyrsta
skiptið, sem erlent knattspymulið í heimsókn leikur utan Reykjavíkur.
Það tapaði 2 leikjum, en 2 lyktaði með jafntefli.
Enda þótt flokkurinn legði út í fyrsta leik sinn, gegn Val, aðeins 4
stundum eftir að hann lenti á flugvellinum, virtist hann ekki eiga í
neinum erfiðleikum með að hemja knöttinn á malarvellinum, sem eigi
heldur virtist baga hann að ráði. Að vísu hafði rignt töluvert og völlur-
inn því mýkri fyrir bragðið, og eftir leikinn létu leikmennirnir vel af
honum.
Leikurinn var jafn, en Danimir sýndu mun betri knattmeðferð, og
samleikur þeirra var betri, en harðskeyttir skotmenn vora þeir ekki. Fyr-
ir KFUM skoraði Jörgen Hilborg, er hálf stund var af leik, en Halldór
Halldórsson jafnaði á síðustu mínútum.
Annar leikurinn var gegn íslandsmeisturunum, KR, í blíðskaparveðri.
Hann var frá upphafi hinn skemmtilegasti og fjörugasti, en óþarflega
harður, og því ekki að sama skapi vel leikinn. Islandsmeistaramir réðu
lengstum yfir miðbiki vallarins, og náðu Danirnir ekki sama skemmti-
lega samleiknum og gegn Val. Síðustu mínútumar sóttu KR-ingar fast
að fá sigurmarkið, og rak þá hver homspyman aðra á KFUM. Thorkild
Thomsen skoraði fyrir KFUM eftir stundarfjórðung, en Hörður Óskars-
son jafnaði nokkra fyrir hlé. KFUM tók síðan forastuna á ný (Kjeld
230