Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 325
7. Richter, Þýzkal. . 1:15,8 mín,
8. Gaillard, Holl. . . 1:16,1 -
9. Mac Dowall, Engl. 1:16,3 —
10. De Korte, Holl. .. 1:16,6 —
Afrekaskrá Evrópu:
Allar beztu sundkonur Evrópu
í þessari grein eru á heimsafreka-
skránni.)
Erlendar sundfréttir
Á fundi alþjóðasundsambandsins, sem haldinn var 6. september, voru
staðfest 33 heimsmet, sem sett höfðu verið á síðustu mánuðum árs-
ins 1949 og fram í júlímánuð 1950.
Astralíumaðurinn J. B. Marshall hafði sett 15 þeirra, Japaninn Furu-
hashi 4, Rússinn L. K. Meshkov 3, Japaninn Hashizume 2, hollenzka
sundkonan G. Wielema 2, Bandaríkjamennirnir Verdeur og Brawner og
Frakkinn Vallerey höfðu sett eitt met hver.
Auk þess voru staðfest 4 boðsundsmet, og höfðu Bandaríkjamenn og
Japanir sett 2 hvorir.
Sundgarpurinn John Marshall
A árinu 1950 voru það einkum tveir menn, sem á heimsmælikvarða
sköruðu fram úr í sundi. Það voru Japaninn H. Furuhashi og Astralíu-
maðurinn John Marshall. Þeir eru báðir kornungir menn, en hafa vakið
undrun rnanna fyrir ótrúlega frækni.
J. Marshall er fæddur 1930 í bænum Perth í Astralíu og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, en dvelst nú við nám í Yale-háskólanum í
Bandaríkjunum. Hann er lítill og grannur, aðeins 162 cm. á hæð, og
var 61 kg. að þvngd, þegar hann kom til Yale. Hann þyngdist eftir að
þangað kom og er nú 70 kg. Hann byrjaði að synda fjögurra ára gamall, og
15—16 ára var hann orðinn afburða sundmaður. 18 ára að aldri var
hann sendur á Olympíuleikina í London og hlaut þar 2. verðlaun í
400 m. sundi, frjálsri aðferð, og 3. verðlaun í 1500 m. Síðan hefur hon-
um farið svo fram í tækni og sundhraða, að hann er nú talinn einn af
mestu sundmönnum á þessari jörð, enda hefur hann sett eitt heims-
metið eftir annað og bætt sín eigin heimsmet margsinnis. Til dæmis
má nefna heimsmet hans á 200 m. 2:04,5 mín., 400 m. 4:29,5 mín.,
500 m. 5:54,3 mín. A þingi alþjóðasundsamb., sem haldið var 1950
1 París, voru viðurkennd 33 heimsmet í sundi. Af þeim setti John
Marshall 15. Þarf þvi ekki frekar vitnanna við, hvers vænta megi af
þessum tvítuga pilti í framtíðinni, éf liann heldur áfram svo sem nú
horfir.
323