Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 220
KR (1)2 — Víkingur (2)2 3/6
„Stundu áður en leikur skyldi hefjast .... var veðurofsinn slíkur á
íþróttavellinum, að ein af fánastöngum vallarins lét undan átakinu.
Heldur hafði dregið úr veðrinu, ér leikur hófst, en geta má nærri, að
þvílíkar aðstæður eru ekki sem ákjósanlegastar til knattspyrnuleikja." (M).
,,Flest það, sem gert var, virtist tilviljanakennt. Menn voru kyrr-
stæðir, ef til samleiks skyldi taka. Eigi að síður var hlaupið mikið og
sparkað mikið og oft sérlega hátt. Hugsaðar spyrnur eða hlaup voru
furðulega sjaldgæf fyrirbrigði. Eitt gott atvik situr þó eftir í minni
manns eftir leikinn. Sigurður Bergs (KR) fær knöttinn nokkuð fyrir
ntan vítateig. Gunnar Guðmannsson sér það og hleypur inn í eyðu nær
miðju vallar, utarlega á vítateig. Sigurður áttar sig strax, sendir knöttinn
með jörðu fyrir fætur Gunnars, sem ekki er seinn að taka hann og skjóta
.... Virkur leikur, sem gaf möguleika, tveir menn, sem skildu á augna-
bliki, hvað knattspyrna er.“ (Þ).
„ . . ekki vel leikinn, en tvísýnn fram á síðustu stundu.
Geta Víkings kom mjög á óvart, og fáir hafa reiknað með, að þeir
ættu skilið að ganga með sigur af hólmi .... eftir leik þeirra við KR
í Reykjavíkurmótinu. En sú varð nú raunin og Víkingur var óheppinrt
að gera ,,aðeins“ jafntefli .... liðið var mun heilsteyptara en í vor.“ (T).
Vctlur (2)2 — ÍA (1)2 5/6
„Valur tók upp stuttan samleik við og við, en það hefur félagið ekki
gert í vor. Þetta setti Akumesinga út af laginu .... þótt (þeir) hafi
ekki leikið eins vel og móti Fram, þá var þetta jafn og „spennandi“ leik-
ur fram á síðasta augnablik....Það andar hressandi blæ frá þessuni
frísku og leikdjörfu Akurnesingum, og þótt þeir hafi ekki enn náð fullu
valdi yfir öllum listum knattspyrminnar, s. s. skalla, samleik og leikni,
þá ógna þeir samt reykvískum knattspyrnumönnum, og er það vel, ef
það mætti verða til þess að hrista af þeim slen undanfarinna ára.“ (Þ).
„ . . . . lá við sjálft, að Akumesingar héldu sigraðir heim og það fvrir
eigin tilverknað, þar eð öll mörk leiksins voru skomð af þeim. Hin
óvæntu úrslit fyrsta leiks mótsins .... hafa vakið athygli og forvitni
knattspyrnuunnenda hér, því að margmenni var á vellinum, um 2100
manns.........leikurinn var með skemmtilegri leikjum í sumar, þott
knattspvman væri ekki á sérlega háu stigi.“ (M).
„ .... fyrstu leikir mótsins hafa orðið jafntefli, og sýnir það greini-
lega, hve lítill munur er á félögunum. M.ikill áhugi ríkir hér meðal
218