Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 255
29. júní fór II. flokkur KR til Hafnarfjarðar og lék þar við FH. Lauk
leiknum með sigri KR, 4—0.
Um líkt leyti skiptust Víkingur og FH á heimsóknum í II. flokki, og bar
Vikingur sigur úr býtum í bæði skiptin, í Hafnarfirði með 3—2 og I
Reykjavík með 4—0.
II. flokkur Vals lék bæði í Hafnarfirði og á Akureyri. I Hafnarfirði
lék liann við FH og sigraði með 3—2 og lék síðan 9. og 10. ágúst tvo
leiki á Akureyri við bæjarfélögin, KA og Þór. Sigraði Valur í bæði skipt-
in, fyrra með 1—0 og síðara með 3—0.
III. flokkur KR fór til Isafjarðar í byrjun júlí og lék þar tvo leiki,
sigraði í fyrri leiknum III. fl. bæjarfélaganna með 8—0, en beið síðan
ósigur fyrir úrvali úr II. og III. fl. félaganna með 1—0.
III. flokkur FH heimsótti Þrótt í júlí, og sigruðu gestimir með 3—2.
Um mánaðamótin ágúst—september lék III. fl. Víkings í Hafnarfirði
gegn FH og bar sigur úr býtum, 4—2.
Eftir þátttöku sína í landsmóti III. flokks léku Siglfirðingar gegn Val,
og lyktaði leiknum með jafntefli, 1—1.
IV. flokkur Vals og KR skiptust báðir á heimsóknum við IV. flokk
Hauka í Hafnarfirði. Lyktaði báðum léikjum Vals með jafntefli, 1—1 í
Reykjavík 22. júlí og líka 1—1 í Hafnarfirði 30. september. KR sigraði
í báðum leikjum sinum, í Hafnarfirði 16. ágúst með 5—0 og með 3—0
5 dögum síðar í Reykjavík. 30. ágúst lék IV. fl. Hauka í Reykjavík við
Þrótt, og sigruðu Hafnfirðingar með 2—0.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur var þannig skipað: Sveinn Zoega, form.,
Ólafur Halldórsson, Ólafur Jónsson, Sigurður Ólafsson og Sigurjón Jóns-
son (4 mán.), Sigurgeir Guðmannsson (4 mán.) og Þórður Pétursson
(4 mán.).
Siglufjörður.
Knattspyman stóð með miklum blóma, sérstaklega í 3. flokki, sem
alls háði 9 leiki á árinu, heima, í Reykjavík og á Akureyri. Alls skoraði
flokkurinn 15 mörk, en fékk á sig 8 mörk. Einnig var 1. flokkur athafna-
samur, lék alls 6 leiki heima, á ísafirði og á Akureyri, þar sem hann tók
þátt í Norðurlandsmótinu.
Knattspyrnufélag Siglufjarðar réð til sín Hafstein Guðmundsson (Val),
fyrrv. landsliðsmann, til að þjálfa flokka félagsins, og er hið mikla líf,
sem var í knattspyrnunni, að mörgu leyti árangur af starfi hans. Lagði
Hafsteinn sérstaka rækt við þjálfun yngri flokkanna.
Hinn árlegi leikur KS við Sameiningu frá Olafsfirði í 3. flokki fór fram
253