Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 110
unni eftir. Hreyfanleiki axlanna var óvenju mikill. En annars er það
enginn leyndardómur, að afrek sín má Huseby fyrst og fremst þakka
hraða sínum og yfimáttúrlegu afli handleggja og úlnliða.........“ (Sven
Lindhagen, Idrottsbladet).
„Hinn hávaxni, Ijóshærði Islendingur, Bryngeirsson, sem einnig hafði
unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni í stangarstökki, valdi lang-
stökkið, og lengi virtist hann hafa valið rangt. Hann vandaði sig þó
sérlega vel í 5. tilraun og jók stökklengd sína um nærri 25 cm. og átti
einnig ágætt 6. stökk, hvort tveggja há og svifmikil stökk, með góðu fram-
kasti fótanna......“ (Sven Lindhagen, Idrottsbladet).
Um Guðmund Lárusson sagði Idrottsbladet: .... „alltaf mjög
hættulegur keppinautur, maður sem trúa má til alls.“
Ignace Heinrich (í blaðaviðtali) um Om Clausen: „Om er framúr-
skarandi strákur. Eg gleymi aldrei síðustu grein þessarar tugþrautar,
þegar ég, eftir að hafa skipulagt hlaupið og ákveðið millitíma fyrir-
fram, fékk hellu fyrir evmn af þreytu og tók það ráð að elta Öm eins
og ég ætti lífið að leysa. Og þegar ég fann, eins og svefngengill, að ég
smáþokaðist nær markinu, þá ranka ég allt í einu við mér, við hjart-
anlegar hamingjuóskir þessa skæðasta keppinautar míns. Það hálfleið
yfir mig í markinu af þreytu, og því get ég ekki um það sagt, hvort
ég hefði fremur hlegið eða grátið af geðshræringu, að öðmm kosti.......“
„Gunnar Husebv var fyrsti Norðurlandabúinn, sem komst alla leið
upp á verðlaunapallinn, þrepi hærra en 2. og 3. maður, og þjóðsöngur
íslands — Ó, guð vors lands — hljómaði til heiðurs Huseby og hinum
glæsta sigri hans.“ .... „I hlutfalli við fólksfjölda standa Islendingar
langfremstir þátttökuþjóðanna. Oskandi væri, að við (þ. e. Danir) ætt-
um dálítið af dugnaði og metnaði piltanna frá Sögueyjunni . . “ . . „Eins
og endranær vom það hinir norrænu bræður okkar frá Islandi, sem hafa
staðið sig bezt, er mest var í húfi, og unnið landi sínu virðingu með
óvæntum sigrum...........“ .... „Það er vissulega eitthvað suðrænt við
skapgerð þessara nyrztu íbúa hnattarins . .. .“ (Idrætsbladet danska).
„Eins og Finnland í gær, verðskuldar nú Island aðdáun allra þeirra,
sem íþróttum unna“ (segir hinn heimsfrægi hlaupari — eitt sinn heims-
methafi í 1500 metra hlaupi, Jules Ladoumégue, í franska blaðino
Mirroir — Sprint).
..Tékkar og Islendingar gerðu meira en að réttlæta það frægðar-
orð, sem þeir liafa unnið sér upp á síðkastið, en minni háttar frjáls-
íþróttaþjóðir stóðu sig upp og niður, eins og við var búizt.“ (Roberto L.
Quercetani í Track and Field News).
108