Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 114
verður ferðasaga þeirra rakin annars staðar. Jóel Sigurðsson fór til
Kaupmannahafnar og kom heini sjóleiðis með m.s. Gullfossi. Keppti
hann þar á smámóti, sem sagt er frá annars staðar.
Fjölmenni mikið var samankomið á flugvellinum, er Gullfaxi lenti,
sunnudaginn 3. september. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru til að
fagna Briisselförunum, voru forseti Islands, Sveinn Bjömsson, Bjami
Benediktsson utanríkisráðherra, Björn Olafsson menntamálaráðherra,
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Benedikt G. Wáge forseti ÍSÍ ásamt
ýmsum forystumönnum íþróttamálanna i Beykjavík. Flugfélag íslands
hafði einnig nokkurn viðbúnað. Yfir dymm flugstöðvarinnar var letr-
að á borða: „Velkomnir heim“. Stólum var komið fvrir framan við flug-
stöðina og ræðupallur settur upp. Ríkisútvarpið tók allar ræður upp á
stálþráð. Móttökurnar bám hinn virðulegasta svip. Lögreglusveit stóð
heiðursvörð, er íþróttamennimir gengu út úr flugvélinni, en mann-
fjöldinn heilsaði þeim með dynjandi lófaklappi. Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri flutti síðan ræðu og sagði m. a.: „Hin fámenna íslenzka
þjóð, 140 þúsundir íbúa, sendir flokk 10 ungra manna til keppni í
frjálsum íþróttum með rúmlega 20 þjóðum öðmm, sem hafa milljónir
íbúa, tugi og jafnvel hundruð milljóna hver. Og hinn fámenni flokkur
hinnar fámennu þjóðar sýnir slíkan vaskleik að verða áttundi að stiga-
tölu og vinna titil Evrópumeistara í tveimur greinum, annað sæti í
einni, fjórða sæti í einni og fimmta sæti í þrern. Þessi frammistaða
vakti undrun og aðdáun allra þeirra víðs vegar um heim, sem fylgdust
af brennandi áhuga og taugaæsingi með úrslitum Evrópumeistaramóts-
ins.....Allir hafið þið sýnt íslandi sóma, hvort sem þið hafið unnið stig
eða ekki, með hreysti ykkar og drengskap. Það hef ég fyrir satt, að
framúrskarandi drengileg framkoma ykkar á leikjunum hafi vakið hvað
mesta hrifningu og samúð manna.“ Forseti íslands sagði m. a.: ,,Ég
held það sé óhætt að segja, að flestum eða öllum íslendingum, sem
komnir eru til vits og ára, hafi hlýnað um hjartaræturnar, er fréttir bár-
ust um frammistöðu ykkar á Brússelmótinu......“ Er forseti hafði lokið
ræðu sinni, gekk hann til íþróttamannanna og heilsaði hverjum með
handabandi.
1 viðtali við eitt dagblaðanna í Reykjavík sagði fararstjóri Brússel-
faranna, Garðar S. Gíslason, m. a., er blaðamaðurinn spurði hvaða augna-
blik mótsins honum væru minnisstæðust: „Það voru þau augnablik,
þegar verðlaunaafliending fór fram fyrir kúluvarp og langstökk. Þeg-
ar íslenzki fáninn var dreginn að hún á hæstu stöng vallarins og íslenzki
þjóðsöngurinn var leikinn. — Þeim stundum gleymir enginn íslendingur,
112