Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 82
óú.iin Amaúon seiur drengjamet Drengjameistarar ÍR í 4X100 m. boðhlaupi.
í 3000 m. hlaupi. F. v.: Rúnar, Ólafui', Þorvaldur, Vilhjálmur.
DRENGJAMEISTARAMÓT ÍSLANDS var að þessu sinni haldið í
Vestmannaeyju'.n dagana 29,—30. júlí. Iþróttabandalag Vesbnanna-
eyja stóð fyrir mótinu, leikstjóri var Vigfús Ólafsson, form. IBV. Kepp-
endur voru alls um 80 víðsvegar af landinu. Veður var óhagstætt
þessa daga, stormur og regn lengst af, og háði það mjög keppendum.
Brautir urðu svo blautar, að horfið var að því ráði að láta úrslit í 100
m. hlaupi og 110 m. grindahlaupi fara fram í Reykjavík. Varð því mót-
inu ekki lokið fyrr en 4. ágúst, er þessar greinar fóru fram í Reykjavík.
— IR hlaut flesta drengjameistara, 6 alls, KA 3, Armann 3, IBV einn
og UMSE einn. Helztu úrslit einstakra greina urðu þessi: 110 m. grinda-
hlaup: 1. Rúnar Bjamason, IR, 15,1 sek. (sami tími og drengjametið,
en meðvindur var of sterkur); 2. Garðar Ragnarsson, IR, 17,5 sek.; 3.
Valdimar Örnólfsson, IR, 17,8 sek. — 100 m. hlaup: 1. Reynir Gunnars-
son, Á., 11,2 sek. (of sterkur meðvindur); 2. Vilhjálmur Ólafsson, IR,
11,3 sek.; 3. Alexander Sigurðsson, KR, 11,3 sek.; 4. Rúnar Bjamason,
ÍR, 11,5 sek. — Langstökk: 1. Valdimar Örnólfsson, ÍR, 6,21 m.; 2.
Árni Magnússon, UMSE, 6,20 m.; 3. Hörður Pálsson, UMSS 6,13 m.;
80