Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 199
jafntefli og vann tvo leiki. Að fenginni þessari reynslu ákvað ÍSÍ, að
Island skyldi taka þátt í heimsmeistarakeppni í handknattleik (innan-
húss), sem fram átti að fara í Svíþjóð þ. 14.—21. febrúar 1950.
Undirbúningur var hafinn undir þessa för. Nefnd skipuð til þess að
vera ÍSÍ til aðstoðar, einnig var skipaður maður til þess að velja í
landsliðið. A síðustu stundu var hætt við heimsmeistarakeppnina vegna
ónógrar þátttöku, en Svíar buðu þá öllum hinum Norðurlöndunum í
landskeppni á sama tíma og heimsmeistarakeppnin átti að fara fram.
Nokkuð skiptar skoðanir voru uppi um það, hvort fara ætti í langa
og dvra ferð til þess að tapa fyrir Svíurn, og vildu sumir hætta
við ferðina og bíða betri tíma, en aðrir vildu, að farið yrði, ef hægt
væri að útvega 2—3 aukaleiki. Þetta tókst, og förin var ákveðin.
I nefnd þeirri, sem ÍSÍ upphaflega skipaði, áttu sæti: Sig. G. Norð-
dahl, Sigurður Magnússon, Hafsteinn Guðmundsson, allir úr Reykja-
vík, Gísli Sigurðsson, Ilafnarfirði, og Jón Guðmundsson, Mosfellssveit.
Sigurður Magnússon valdi landsliðið, og voru í því éftirtaldir menn:
Birgir Þorgilsson, Gunnar Haraldsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hauk-
ur Bjarnason, Ingi Þorsteinsson, Kjartan Magnússon, Kristján Oddsson,
Magnús Þórarinsson, Sigurhans Hjartarson, Snorri Ólafsson, Sólmund-
ur Jónsson, Sveinn Helgason, Valur Benediktsson, Sigurður Magnús-
son, þjálfari, S.ig. G. Norðdahl, fararstjóri, og Jón Erlendsson, sem kom
til móts við flokkinn í Lundi, en hann er við nám á íþróttaskóla í Stokk-
hólmi. Flokkurinn kom til Lundar í Svíþjóð um kvöldið þ. 14. febrúar,
en þann 15. fór landskeppnin fram. Þeir, sem léku í íslenzka liðinu, voru
þessir: Sólmundur Jónsson, markm., Magnús Þórarinsson, h. bakv.,
Valur Benediktsson, miðframv., Hafsteinn Guðmundsson, v. bakv.,
Kristján Oddsson, v. framh., Sveinn Helgason, h. framh., Birgir Þor-
gilsson, miðframherji, Sig. G. Norðdahl, h. framh., Kjartan Magnússon,
miðframh., Snorri Ólafsson, v. framh. Leiknum lauk með 15:7 fyrir
Svía.
Þann 16. febrúar var svo keppt við bæjarlið frá Trelleborg og þ. 17.
febrúar við bæjarlið frá Engelholm. Bæjarliðin unnu þessa leiki, þann
fyrri með 17:9, þann seinni með 12:7.
Þann 18. febrúar var haldið til Kaupmannahafnar, en þar átti að
keppa landsleik þann 19. febrúar. Móttökur allar í Svíþjóð voru með
miklum ágætum.
Landsleikurinn við Dani fór fram í KB-höllinni í Kaupmannahöfn og
lauk með sigri Dana, 20:6. Þetta var lakasti leikur íslenzka liðsins. í
liðinu voru: Sólmundur Jónsson, markm., Magnús Þórarinsson, Valur
197