Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 12
í frjálsum íþróttum, íslendingar fá tvo Evrópumeistara og ein silfur-
verðlaun í Brussel, 36 ísl. met eru sett, og piltar okkar höggva strand-
högg víða um lönd, við ágætan orðsth.
En sá, sem les eftirfarandi kafla vandlega og hefur til samanburðar
sams konar kafla í árbókum undanfarinna ára, hlýtur að verða forviða,
er hann kemst að raun uni, hve mjög þeim hefur fjölgað, sem iðka þessa
iþróttagrein, og meðal-afreksgeta hefur vaxið. Kemur þetta ljóslega fram
á töflunni á bls. 132—135. Af þessu má sjá, að „stjörnurnar" síður en svo
fæla aðra frá iðkun íþrótta, heldur alveg gagnstætt, — framfarir meðal-
manna eru mestar í okkar beztu greinum, t. d. kúluvarpi, kringlukasti og
spretthlaupum.
Við samningu þessa kafla, sér í lagi afrekaskrárinnar, hef ég notið
aðstoðar fjölmargra áhugamanna víðsvegar um land, og þykir mér skvlt
að geta nafna nokkurra: Haraldur Sigurðsson, Akureyri, Haraldur Stein-
þórsson, ísafirði, Kristján Ingólfsson, Vestmannaeyjum, Jóhann Bem-
hard og Orn Eiðsson, Reykjavik, Sigurður Helgason, Hvanneyri, Borg-
arfirði, Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, Guðjón Ingimundarson, Sauð-
árkróki, Þorvarður Arinbjarnarson, Keflavík, Lárus Halldórsson, Brúar-
landi, Bjarni Alexandersson, Stakkhamri, Snæfellsnesi, og Guðbjartur
Guðlaugsson, Hokinsdal, Arnarfirði. Þá er einnig skylt að þakka íþrótta-
blöðunum, sem öll lánuðu myndamót til þessa kafla.
Reykjavík, í ágúst 1951,
Brjnjólfur Ingólfsson.
Frjálsíþróttamótin í Reykjavík
Deildakeppni Háskólans
Keppni þessi fór fram innanhúss í marzmánuði, og vom keppendur
frá hinum ýmsu deildum Háskólans, 12—16 í hverri grein. Keppt var
í atrennulausum stökkum, hástökki með atrennu og kúluvarpi. Stig
voru reiknuð eftir röð keppenda (7 — 5 — 4 — 3 — 2 — 1). Benedikt
Jakobsson, íþróttakennari Háskólans, stóð fyrir mótinu.
Urslit einstakra greina urðu þessi:
Langstökk án atrennu: 1. Baldur Jónsson, H., 3,07 m.; 2. Magnús
Sigurðsson, Læ., 2,96 m.; 3. Isleifur Jónsson, Vfr., 2,95 m.
Hástökk með atrennu: 1. Orn Clausen, La., 1,85 m.; 2. Gunnlaugur
Jónsson, Læ., 1,65 m.; 3. Isleifur Jónsson, Vfr., 1,65 m.
10