Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 31
anna, seni íslendingum þótti mest til koma, en Pétur Einarsson fékk
frá hinum aðilanum bikar fyrir „óvæntustu frammistöðu" íslendings í
l'ðinu. Þá bauð Reykjavíkurbær báðum liðum í Þingvallaför. Loks var
haldið aukamót 6. júlí, sem margir Dananna tóku þátt í, og er frá
því sagt sérstaklega annars staðar. Hinn 7. júlí var kveðjuhóf að Hótel
Garði og dansleikur í Sjálfstæðishúsinu.
Heimleiðis héldu Danirnir með m.s. Dr. Alexandrine 8. júlí, eins og
fyrr er sagt.
Aukakeppni Dana og íslendinga
Eftir landskeppnina var, 6. júlí, haldið frjálsíþróttamót á Iþróttavell-
inum með þátttöku flestra landsliðsmanna beggja þjóðanna og ýmissa
annarra íþróttamanna. Veður var hið ákjósanlegasta og áhorfendur
fjölmargir. Landskeppnisnefndin stóð fyrir mótinu, en leikstjóri var
Garðar S. Gíslason.
Helztu úrslit urðu þessi:
100 metra hlaup, A-flokkur: 1. Guðmundur Lárusson, Á, 11,1 sek.;
2. Asmundur Bjarnason, KR, 11,2 sek.; 3. John Jacobsen, Danm., 11,4
sek.; 4. Vilhjálmur Ólafsson, ÍR, 12,0 sek. — B-flokkur: 1. Vagn Ras-
mussen, Danm., 11,5 sek.; 2. Grétar Hinriksson, Á, 11,6 sek.; 3. Þor-
valdur Óskarsson, ÍR, 11,7 sek.
800 metra hlaup, B-flokkur: 1. Torben Johannesen, Danm., 2:04,7
mín.; 2. Sigurður Guðnason, ÍR, 2:07,4 mín.; 3. Hörður Guðmundsson,
Umf. Kefl., 2:09,2 mín. (Suðurnesjamet).
1000 metra hlaup: 1. Mogens Höyer, Danm., 2:31,0 mín.; 2. Pétur
Einarsson, ÍR, 2:31,4 mín.; 3. Gunnar Nielsen, Danm., 2:32,6 mín.;
4. Poul Nielsen, Danm., 2:33,6 min.; 5. Eggert SigurMsson, ÍBV, 2:33,7
mín.; 6. Erik Jörgensen, Danm., 2:38,4 mín.
3000 metra hlaup: 1. Aage PouLsen, Danm., 8:33,4 min.; 2. Richard
Greenfort, Danm., 8:53,8 mín.; 3. Óðinn Ámason, KA, 9:22,6 mín. (nýtt
ísl. drengjamet); 4. Kristján Jóhannsson, UMSE, 9:30,0 mín.; 5. Victor
E. Múnch, Á, 9:30,2 mín.
4X100 metra boðhlaup: 1. Sveit KR (Trausti, Ingi, Magnús, Pétur
Sig.) 43,7 sek.; 2. Sveit Dana (V. Rasmussen, Johannesen, Fr. Nielsen,
A. Rasmussen) 44,4 sek. — Drengjasveit ÍR varð 3. í mark á 45,3 sek.,
en hlaup hennar var dæmt ógilt.
200 metra grindahlaup: 1. Ingi Þorsteinsson, KR, 26,2 sek.; 2. Torb-
en Johannesen, Danm., 26,3 sek. (Ingi og Johannesen hlupu ekki í sama
29