Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Blaðsíða 200
Benediktsson, Ingi Þorsteinsson, Sveinn Helgason, Kristján Oddsson,
Birgir Þorgilsson, Snorri Olafsson, Kjartan Magnússon, Sig. G. Norð-
dahl. Að lokinni keppni um kvöldið sat flokkurinn boð Danska hand-
knattleikssambandsins að National Scala, ásamt kappliðum frá Svíþjóð
og Danmörku. Þar með var þessari keppnisför íslenzka fandsliðsins lokið,
og kom flokkurinn flugleiðis til Reykjavikur þ. 22. febrúar. Förin og
undirbúningur hennar var allur til fyrirmyndar. Keppendur greiddu
sjálfir hluta af fargjaldinu. Allan ágóða af leikjum og mótum, það sem
af var vetrar, létu handknattleiksmenn ganga til fararinnar. Einnig
nutu þeir styrks frá ISI og IBR, en mesta hlutann greiddu HKRR og
keppendumir sjálfir.
Þessi för markar tímamót í sögu handknattleiksins hér á landi. Við
höfum lagt út á braut samstarfs og samvinnu við hin Norðurlöndin, og er
þess að vænta, að áframhald verði á því samstarfi, svo að íslenzkir hand-
knattleiksmenn megi að jafnaði hafa tækifæri til þess að sjá og læra
það bezta í sinni íþróttagrein og mæla getu sína við frændþjóðimar
Lctndskeppni íslendinga og Finna
A s.l. vetri (1950) var ákveðið, að fara skyldi frarn í Reykjavík lands-
keppni i handknattleik á rnilli Islendinga og Finna, og var Glímufélag-
inu Armann falið að sjá að öllu leyti um heimsókn þessa í umboði
ISI. Framkvæmdastjórn ISI skipaði sérstaka landsliðsnefnd. I henni áttu
sæti: Þorgils Guðmundsson, fomraður, Halldór Erlendsson, Grímar
Jónsson, Sigurður Magnússon og Jón Bjömsson. Nefndin valdi síðan
20 menn til æfinga, en síðan var landsliðið valið úr þeirra hópi. Enn-
fremur fól ISI þeim Grímari Jónss^mi og Halldóri Erlendssyni að sjá
um æfingu liðsins. Halldóri Erlendssyni var síðar falið að vera dómari
í landskeppninni. Landskeppnin fór svo frarn á Iþróttavellinum í Reykja-
vík 23. maí. Islenzka landsliðið skipuðu þessir menn: Sóbnundur Jóns-
son, markmaður, Magnús Þórarinsson, h. bakv., Sveinn Helgason, v.
bakv., Valur Benediktsson, miðframv., Kristján Oddsson, h. framh.,
Birgir Þorgilsson, miðframh., Orri Gunnarsson, v. framh. Skiptimenn
voru þessir: Sigurhans Hjartarson, Sigurður G. Norðdahl og Þorleifur
Einarsson.
Finnska landsliðið skipuðu eftirtaldir menn: Erik Spring, markm.,
Johani Koskinen, h. bakv., Olli Nieminen, v. bakv., Matti Pylkkánen,
miðframv., Thor Grannenfelt, h. framh., Juhani Jántti, miðframh., Helge
198