Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 13
EFTIR KOSNINGARNAR
11
Evrópu. Þar er mikio skrafað
og deiit, en jafnframt tengd
mörg vináttubönd.
P. P. finnst reykingasalur-
inn líkastur fuglabjargi og að
þar kjafti hver í kapp við ann-
an. Tveir þjónar ganga um
beina og sýna ótrúlegt minni
og undraverða Ieikni í jafn-
vægislistinni. P. P. horfir og
hlustar um stund og ákveður
svo að fá sér einhverja hress-
ingu. Rétt hjá stendur borða-
lagður maður, sem augsýnilega
er yfirþjónn: „Viljið þér gjöra
svo vel að færa mér einn whisky
og sóda?“ segir P. P. og skelf-
ist við óstyrkleikann í rödd-
inni.
Sá borðalagði svarar engu, en
horfir í þess stað arnfráum
augum jÆir salinn. P. P. endur-
tekur beiðni sína, en allt fer á
sama veg.
Sá borðalagði er ekki veit-
ingaþjónn heldur vikamaður
þingmanna. Það kemur á P. P.
og hann ráfar inn í næsta her-
bergi. Þar eru blöð, tímarit og
taflborð. Tafl er eini leikurinn
auk stjórnmálanna, sem leyfð-
ur er í Westminster. Bridge er
stranglega bannaður.
IJngur náungi lítur upp frá
blaði sínu og brosir kumpán-
Iega. Það er vissulega hug-
hreystandi að hitta loks mann,
sem er á sama báti.
Þeir segja hvor öðrum sögur
úr kosningabaráttunni, sem
reynast næsta líkar, og brátt
eru þeir gamlir kunningjar.
Báðir ákveða þeir með sjálfum
sér, að verði annarhvor þeirra
forsætisráðherra, þá skuli hann
taka hinn í ráðuneyti sitt.
Þingfundur byrjar og þingið
tekur til starfa. P. P. fær orð-
sendingu um, að umsjónarmaður
flokksins óski að tala við nýju
þingmennina kl. 4. s. d. í her-
bergi nr. 14.
Þetta er allt í mesta bróðerni
en þó leynir sér ekki að fiskur
liggur undir steini. Umsjónar-
maðurinn lítur rannsakandi
augum yfir hópinn og tekur síð-
an til máls:
„I byrjun hvers þings er
nauðsynlegt að benda ykkur á
nokkur atriði. Þið munuð að
vísu fljótlega komast að raun
um þau, en betra er að þið vitið
þau strax.
Það er á margvíslegan hátt
hægt að komast út úr þinghús-
inu svo að lítið beri á, en heiður
ykkar krefst þess að þið farið
ávalt út um aðaldyrnar. Ef við
setjum umsjónarmenn okkar