Úrval - 01.02.1946, Side 19
PJfiTTVlSIN GEGN HAROLD ISRAEL
1T
ínu. Til þess að sannreyna
sönnunargildi þessara staðhæf-
inga hafði ákærandinn fengið
nokkra menn með sér til að
leika atburðinn í Aðalstræti.
Einn lék prestinn, annar morð-
ingjann og þrír voru vitni, hvert
þeirra á þeim stað, sem vitnin
höfðu verið, þegar morðið var
framið: 2 metra, 6 metra og 39
metra frá morðstaðnum. Og
ákærandinn hélt áfram:
„Það er götuljós 15 rnetra frá
staðnum. Vitnin hafa orðið að
festa sér í minni svipmót morð-
ingjans á þrem eða f jórum sek-
úndum, og í daufri birtu. Mig
furðar á því að nokkur skuli
þykjast geta þekkt tveim vik-
um síðar mann, sem hann hefir
séð við slíkar aðstæður.“
En veitinastúlkan! Eún
þekkti Israel vel og hafði veifað
til hans rétt áður en morðið var
framið. Ákærandinn hafði fyrst
farið í kvikmyndahúsið og sann-
reynt að framburður Israels um
kvikmyndina var réttur. Um
kvöldið fór hann í veitingahús-
ið og tók sér stöðu innan við af-
greiðsluborðið við hlið stúlk-
unar. Fjöldi fólks gekk niður
götuna fram hjá glugganum, en
hvorki hann né stúlkan gátu
þekkt nokkurn mann. Einn af
kunningjum ákærandans gekk
fram hjá glugganum og veifaði,
en var óþekkjanlegur; stúlkan
þekkti ekki vini sína sem gengu
fram hjá. Að lokum játaði hún,
að hún hefði fengið lögfræðing
til að gera kröfu til fjárins,
sem lagt var til höfuðs morð-
ingjanum.
Eftir var þá aðeins vitnis-
burðurinn um skambyssuna, en
hann var líka alvarlegasta
kæruatriðið. Tóma skothylkið
sem lagt var fram í réttinum,,
hafði fundizt í baðherberginu í
gistihúsinu, þar sem Israel og
tveir félagar hans bjuggu. En
við nánari rannsókn fundust
þar mörg önnur skothylki!
Veitingakonan upplýsti að þess-
ir þrír fyrrverandi hermenn
hefðu oft æft sig í skotfimi
með því að skjóta út um baðher-
bergisgluggann í skotmark úti
í garðinum, og hefðu oftast
fleygt skothylkjunum á bak við
baðkerið.
Þegar hér var komið var
ákærandinn orðiim svo tor-
trygginn á sönnunargögnin
gegn Israel, að hann kvaddi sér
til aðstoðar sérfræðinga frá
tveimur skotfæraverksmiðjum.
Sex þeirra fimdu skekkjur í
athugunum, sem gerðar höfðu