Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 49
KATTAREÐLIÐ ER ÖNÁTTÚRLEGT
47
að safna saman öllum köttum,
sem þeir gátu náð í, árlega á
öðrum miðvikudegi föstunnar
og fleygja þeim (sjálfsagt með
krossunum og fyrirbænum) of-
an úr hæsta turni borgarinnar.
Kattareðlið er ónáttúrulegt.
Það er ekkert annað orð yfir
það.
Hundurinn er hjartagóð
skepna, fullur af fjöri og blíðu.
Það liggur einhver leyniþráður
milli hans og mannsins. Sami
leyniþráðurinn liggur að meira
eða minna leyti milli mannsins
og allra þeirra dýra, sem mað-
urinn hefir tekið í þjónustu sína
— nema kattarins, hann er jafn
ósnortinn og fjarlægur, þrátt
fyrir nálægð sína, og tunglið.
Það er svo langt síðan mað-
urinn tók köttinn inn á heimili
sitt, að ómögulegt er að vita
um það með vissu. Sennilegt er,
að hann hafi „átt“ köttinn áður
en hann eignaðist hundinn. Og
hvaða áhrif hefir svo þessi sam-
búð haft á köttinn ? í stuttu
máli engin. Hann lifir enn eins
og þá algerlega frjálsu og óháðu
lífi. Hann elskar okkur ekki.
Hann hatar okkur ekki. Afstaða
hans til okkar markast af full-
komnu afskiptaleysi.
Það hefir stundum verið sagt,
að eðli kattarins sé ekki annað
en villidýrseðli, sem hann hefir
varðveitt með sér, þrátt fyrir
langa sambúð við mennina.
Þetta er handhæg skýring. En
hún nægir ekki. Því að jafnvel
meðal villidýranna á hann ekki
heima. Til þess skortir hann
félagslyndi í afstöðu sinni til
annarra katta.
Horfið á hund éta. Hann
svolgrar og gleypir matinn. Það
eru leifar af náttúrlegu við-
bragði frá þeim tímum, er
himdurinn var villtur og gat átt
von á árás á hverri stundu.
Þannig er það ekki um köttinn.
Hann nálgast mat sinn af lítils-
virðandi kæruleysi; þef ar af hon-
urn og leikur sér að honum, og
neytir hans síðan af þeirri sömu
tillitslausu sjálfshyggju, sem
einkennir allar athafnir hans.
Það er eins og að aldrei, frá því
að kötturinn varð fyrst til, hafi
neinn dirfzt að ónáða hann þeg-
ar hann var að éta. Það er eins
og kötturinn hafi frá upphafi
vega verið umluktur einhverjum
töfrahring, sem reynzt hefir
honum örugg vörn.
Flestum dýrum er eiginlegt
að vera hænd að heimilum sín-
um. Þeim er eiginlegt að svara
með eðlisbundinni og ósjálf-