Úrval - 01.02.1946, Síða 55
JARÐGÖNG FANGANNA
53
leið heppilegxir, til þess að skýla
ílóttamönnum.
Strax og við höfðum verið
fluttir til fangabúðanna, var
ákveðið að grafa þrjú jarðgöng,
sem nefnd voru „Tom,“ „Dick“
og „Harry,“ í þeirri von, að a.
m. k. ein yrðu fullgerð, áður en
upp kæmist um þau. Fimrn
hundruð fangar buðu sig þegar
fram til starfsins.
Það segir sig sjálft, að jarð-
göngin urðu að eiga upptök sín
í skálunum. Hver skáli var 100
fet á lengd og var skipt í svefn-
sal, þvottaklefa og lítið eldhús.
Þjóðverjar höfðu byggt skálana
um eitt fet frá jörðu, svo að
verðimir gætu gægst undir þá.
Við kölluðum þessa verði
„snuðrara," og voru þeir auð-
þekktir, því að þeir vom í blá-
um samfestingum. Þeir snuðr-
uðu og leituðu að leynihlerum,
með vasaljósum og löngum
stálstjökum.
Við skipulögðum þrjár vaktir,
og var vanur „jarðgangnasér-
fræðingur“ fyrir hverri þeirra.
Námumenn, trésmiðir og verk-
fræðingar voru látnir starfa að
greftinum. Klæðskerar saumuðu
dulbúninga og listamenn föls-
uðu skjöl. Þeir, sem voru vel að
sér í þýzku, höfðu það hlutverk,
að koma sér í mjúkinn hjá
„snuðrurunum“ og reyna að
múta þeim til að útvega okkur
áhöld og verkfæri. Við höfðum
og flokk manna, til þess að gefa
„snuðrurunum" gætur, svo að
þeir kæmu okkur ekki að óvör-
um.
Þegar öryggiskerfið var kom-
ið á laggimar, tókum við til
óspilltra málanna. Þjóðverjun-
um hafði sézt yfir eitt atriði. I
hverjum skála var nokkur hluti
gólfsins úr steinsteypu, svo
sem í eldhúsi, þvottaklefa og
þar, sem ofnar stóðu, og þessir
steypublettir stóðu á undir-
stöðum úr múrsteini, sem
„snuðrararnir“ gátu ekki séð í
gegnum. Þarna hófum við verk-
ið.
Fyrst þurftum við að smíða
hlerana. Þjóðverjamir höfðu
þann sið, að koma allt í einu
æðandi inn í skálana, hvort
heldur var á degi eða nóttu, og
hrópa: „Aus, Aus!“ („trt, tZrt!")
og róta svo öllu til í rúmunum
og kanna gólf og veggi í leit að
verkfæmm eða öðru slíku.
Samt tókst okkur að gera hlera,
sem þeir gátu ekki fundið.
Opin niður í jarðgöngin voru
á mismunandi stöðum 1 skálan-
um. Op „Harrys" var undir há-