Úrval - 01.02.1946, Síða 74
72
TjRVAL,
hann hafði meitt þá, en hann
hafði alltaf þvingað sig til að
hlæja.
Alla ævi sína hafði hann þráð
að vera fullkomlega lifandi,
líkamlega, ákaft, og nú var
hann farinn að skynja, hvemig
það var. Tilfinningin um hinar
miklu víddir hið innra með hon-
um, um hinn ótakmarkaða
styrk, háðið í hjarta hans á öll-
um helgum dómum, og upp-
reisnarandinn, sem hann fann
til gagnvart ástinni. Ást? Hann
þekkti þá vitleysu út í æsar.
Hann hafði lesið grein í
Haldeman Juliusmánaðarritinu,
um ástina, og hann vissi hvað
hún var. Ástin var eingöngu
líkamleg; hitt var allt hugar-
burður, heimska, blekking.
Styrkur safnaðist fyrir í
manninum og hann varð að fá
útrás. Hún var ekki persónuleg;
hún var óhlutkennd, algild. Allar
konur vom eins; hún var starf-
semi, óhjákvæmileg athöfn.
Maður, sem viknaði yfir
gimdinni sem í honum bjó, var
asni. Maðm', sem fann til
blygðunar, var asni. Maðurinn
var svona, hið efnafræðilega
ástand var svona, það var allt
og sumt. Og giftu konumar
syrgjandi í kirkjunrd, það var
hlægilegt: Freud sagði, að þær
væm að fremja það á slóttugan
hátt, sem þær þorðu ekki einu
sinni að hugsa sér að gera:
hórast. Áhrifamikið og bros-
legt, guðhræddar frúr að fremja
andlegan hórdóm í kirkju, á
sunnudegi. Það var gaman að
vita mn það, hlæja að því. Það
var að minnsta kosti eitthvað
guðdómlegt við það að vera
hreinskilinn, jafnvel þó að
maður yrði að vera dálítið
ruddalegur.
Það var engin stúlkan. Hann
hafði allt sitt líf verið fá-
skiptinn að því er snerti kven-
fólk. Hann hafði elskað einstöku
stúlkur í skóla, en eitthvað
hafði stjakað honum frá þeim.
Fyrst var það tilfinning þess,
að hann væri óverðugur. Þessi
tilfinning var blönduð vitund
um fordóma gegn kynþætti
hans. í augum annara var hann
Pólverji, einskisnýtur, ekkert.
Svo kom feimnin til skjalanna,
síðan stoltið, og upp úr því var
það stoltið. Hann gat verið einn.
Hann þurfti ekki að niðurlægja
sjálfan sig með því að biðja
stúlku að veita sér athygli, um
leið og hann girntist líkama
hennar og annað, sem hennar
var. Sálina. Það, sem í raun og