Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 75
SEYTJÁN ÁRA
73
veru var ekki til samkvæmt
vísindunum og Haldeman Julius
mánaðarritinu, en sem þó alltaf
virtist vera í stúlkunum. í
augnatilliti þeirra, í því hvernig
sjá mátti þar í augum þeirra,
dansandi, eða naktar, eða á
ofsalegum flótta, eða grát-
andi. Hann hafði séð per-
sónur stúlknanna birtast í aug-
um þeirra, og það hafði verið
ákaflega fögur sjón, en hann
hafði skilið gerð hverrar stúlku,
oghrynjandi hverrar um sig. Og
hann hafði alltaf orðið hrifn-
astur af þeim, sem höfðu verið
ofsafengnar.
Hann var dálítið vitskertur;
hann var viss um það, en hann
hafði aldrei áhyggjur af því og
hann blygðaðist sín aldrei. Vit-
firringin, sem birtist í fram-
komu hans, stafaði af hinni
samansöfnuðu orku, sem í hon-
um bjó. Einn dag, þegar hann
var á gangi lamdi hann síma-
staur með hnefanum, og það
blæddi úr hnúunum og hnefinn
varð aumur og bólginn, en hann
blygðaðist sín ekki fyrir það.
Hann hafði verið á gangi, full-
ur af mikilmennskukennd, og allt
í einu hafði hann gert þetta, án
þess að hugsa um það á einn eða
annan hátt. Það var ekki annað:
að aðhafast eitthvað, eitthvað
miskunnarlaust. Staurinn gat
hafa verið maður, lífið, guð eða
ímynd alls þessa, Eða hann gat
hafa verið allt mannkynið. Hann
hafði bara látið höggið ríða.
Aumur hnefi var ekkert. Hann
hafði fundið til mikillar hrifn-
ingar. Hann hafði hlegið, hrist
höndina vegna sársaukans, og
hlegið að því.
Og áflogin við aðra drengi;
þau höfðu alltaf hresst hann.
Hann gat rokið í áflog af
minnsta tilefni, og hann hirti
ekki um, þó að andstæðingurinn
væri miklu stærri en hann sjálf-
ur. Hann langaði aðeins til að
beita afli sínu, ofsalega, til þess
að Iétta á sér. Þeir höfðu nef-
brotið hann tvisvar, en hann
hafði kært sig kollóttan. Hann
var bara Pólverji. Hann var
ekki mikill fyrir mann að sjá,
líkamlega. Svipur hans gat
varla talizt karlmannlegur.
Honum var vel kunnugt um
allt þetta. En með sjálfum sér
fannst honrnn engin geta haldið
því fram, að hann væri ekki
karlmenni. Hann hafði lagt hart
að sér að sanna, að svo væri.
Hann hafði allt sitt líf kapp-
kostað að vera sterkari og hug-
aðri en félagar hans. Hann