Úrval - 01.02.1946, Page 104

Úrval - 01.02.1946, Page 104
102 ÚRVAL hann eins og hann væri guð, og María kom feimnislega á móti hon- um. Hún var há og ólagleg með rauð- an fæðingarblett á vinstri kinninni. Hún spennti hægt greipar yfir hinn iága barm sinn, líkt og hún væri að inna af hendi hlutverk í leikriti. Hún nálgaðist Jósep fet fyrir fet. „María systir, hvað er að?“ „Ég er svo sæl,“ sagði hún. „Ég er ákaflega sæl.“ „María, gengur þú með barni?“ „Ég geng með barni heilags anda,“ sagði hún og brosti. Það fór hrollur um Jósep. Sú hræðilega hugsun flaug gegnum huga hans sem snöggvast, að allir áhang- endur hans væru annaðhvort vitfirr- ingar eoa fífl. Hann leit á hana með ströngum alvörusvip og spurði: „Hver er faðir bamsins?“ „Guð,“ sagði hún. „Það er guðlast!" þrumaði hann. Newel við skulum fara.“ Næsta dag á eftir lá Jósep á bæn ásamt Rigdon og Partridge og bað um huggun og vizku. Og guð ávítaði þá svo harðlega, að Rigdon varð þrumu lostinn. Þetta, hugsaði hann meðan hann reit niður orðin, er þrumureiði hins foma Jahve. Rigdon gerði heyrinkunnugt það sem hann hafði heyrt og syndararnir skulfu af ótta. Konan, sem áleit sig vera spá- mann, lokaöi sig inni í hreysi sínu og grét án afláts. María Alden játaði með djúpri hryggð, að hún hefði lagst með manni i áfengisbúð. Hver opinberunin rak aðra næstu daga á eftir. 1 einni þeirra skipaði guð trúbræðrunum að byggja hús handa Jósep og sjá honum fyrir því, sem hann þarfnaðist; og mennimir fóru strax til skógar með axir og uxavagna til þess að safna bjálkum. Pólk kom færandi hendi með mat- föng, peninga og gjafir. önnur opin- berun skipaði mönnum að fara og prédika. Jósep fór frá einum útverð- inum til annars og leitaði manna, sem vora djarfir og hugrakkir. I marz kom Parley Pratt úr för sinni og hafði lent í ótrúlegum hrakningura. Hann og Kowdery höfðu ferðast fótgangandi þúsund milna veg mitt í vetrarhörkunum. „Drottinn hefir velþóknun á ykk- ur,“ sagði Jósep. „Hvað margir Lam- anítar létu skírast?" „Ekki margir. Það er ekki hægt að rökræða við Indíána. Meðan ég prédikaði yfir þeim góndu þeir á hnífana sina og hugsuðu um hvað gaman væri að flá af mér höfuð- leðrið." Parley glotti. Hann var veðurbitinn og rauður eins og Indí- áni. „Það eru miljónir ekra af gæða- landi í Missouri. Eg held, að við ætt- um að fara þangað.“ „fig veit ekki,“ sagði Jósep. „Við eigum að reisa Zíon einhvers staðar, en drottinn hefir ekkert birt mér um staðinn enn þá. Hvar er Olíver?" „Ég skildi hann eftir í Missouri. Hann ætlar að fara yfirreið um land- ið. Auk þess var hann alveg að fram kominn.“ Hugmyndin um miltla og fagra borg festist í huga Jóseps. Hann dreymdi mikla framtíðardrauma og útskýrði oft trúarsetningarnar fyrir fylgjendum sínum. Sumir þeirra voru svo fullir af trúaráhuga, að þeir sáu sýnir eða töluðu annarleg- um tungum. Margir komu heim að húsi hans til þess að njósna um hann. Þeir gægðust gegnum gluggann og sáu hann stundum vera að krota niður opinberanirnar, en aðra stundina liggja á gólfinu og leika sér við ná- grannabömin. Það var engin mein- ing, sögðu þeir, í jafn afkáralegri hegðun. Jósep var nú að komast að raun um, að hlutskipti spámannsins er lítt bærileg byrði. Hann braut heil- ann um það, hvort ekki væri rétt- ast að halda með menn sina á ein- hvern óbyggðan stað — þar sem þeir gætu eytt orku sinni i að vinna Indí-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.