Úrval - 01.02.1946, Síða 106

Úrval - 01.02.1946, Síða 106
104 CTRVAL ist, höfðu nokltrar manneskjur safn- ast saman heima hjá honum og nú er hann skjögraði inn úr dyrunum hopuðu þau á hæl skelfingu lostin. Líkami hans stokkinn blóði og tjöru virtist eitt flagsæri. Fjórir menn voru það sem eftir var nætur við að reyna að ná tjörunni burt. Ef Jósep stimdi af kvölum hættu hendurnar starfinu, en við það fór hann að hrópa: „Hald- ið áfrarn; ég verð að halda ræðu á morgun." Daginn eftir (sem var sunnudag- ur) hélt hann ræðu yfir fleiri áheyr- endum, en nokkru sinni fyrr. Þegar hann þekkti í áheyrendahópnum þrjá af hinum dýrslegu kvölurum sínum, sótti hann í sig veðrið og veitti þeim svo harðar átölur að jafnvel óvinum hans brá í brún. „Forfeður okkar,“ hrópaði hann, „létu í haf frá Evrópu til þess að kom- ast undan ofsóknum, til þess að tigna guð eftir eigin sannfæringu. Ég segi í dag við vini mína og óvini, að við erum óverðugir fórna forfeðranna, ef við látum viðgangast, að þorpara- lýður lemji á frjálsum mörmum. Rageitur einar brjótast inn á frið- söm heimili! Og það megið þið vita, að alxnátt- ugur guð mun ekki þola lengi slíka meðferð á bömum sínum. Við komum til Ohio til að iifa í friði, en sá txmi getur komið, að við grípum til vopna eins og frjálsir menn og berjumst fyrir borgararéttindum okkar.“ Næstu daga var Jósep dapur í huga. Rigdon hafði verið grimmilega leikinn og var enn með óráði. Annað fósturbamið var dáið og Emma grét í sífellu og hafði alveg misst móðinn. Jósep varð að ala önn fyrir sjúka baminu, sem var enn á lífi. Nokkrir gengu úr söfnuðinum og kváðu það engan spámann sem sætti sig við slika meðferð. Fáeinir komu er skyggja tók og buðu huggun og hjálp, en einungis Porter Rockvvell kom djarfmannlega um hábjartan daginn. „Jósep," sagði hann, „ég býst við, að þú þarfnist hjálpar minnar nú. Manstu þegar við vorum strákar? Eg sagðist ætla að berjast við óvini þína. Nú er ég tilbúinn." „En Porter, ég vil frið.“ „Hamingjan góða, bezta leiðin til þess að fá frið er að berjast fyrir honum. AUir em friðsamir, þegar búið er að sigra þá. Láttu mig sjá um óvini þína. Þú stofnar enga kirkju, ef þú lætur þá fótumtroða þig.“ „j2g vil ekki berjast." „Hvað eigum við þá að gera?“ spurði Porter óþoUnmóður. „Sitja á rassinum þangað til við verðum flegnir Ufandi?" „Við verðum að halda lengra.“ „Hvert?" „Til Missouri." „Þar búa hinir verstu böðlar, sem til em.“ „Við fömm þangað, sem enginn býr,“ sagði Jósep þreytulega. „Við stofnum nýtt landnám." „Sama hvert þú ferð,“ sagði Porter og hristi höfuðið. „Þú verður ofsótt- ur. Það er mannlegt eðU.“ Þegar Jósep lýsti yfir á fundi, að trúbræðurnir raundu flytja enn bú- ferlum, varð æsingin taumlaus. Sum- ir lögðu strax af stað með búslóð sína, en aðrir söfnuðust saman tU þess að tala um hina fallegu borg, sem átti að rísa á landamærunum, með stóru musteri og breiðum stræt- um, girtum graslænum og blómum. Jósep skipaði lærisveiniun sínum að fara tveimur og tveimur og prédilra á leiðinni; og í júni valdi hann þrjá leiðtoga, sem skyldu rann- saka nýja landið. Það var löng og erfið ferð, ýmist í vagni, á báti eö'a gangandi. Hann sjálfur og lærisveinar hans gengu frá St. Louis til Independence og Jósep athugaði gróðrarfar hins öldumynd- aða sléttuflæmis. Honum líkaði land- ið vel, en geðjaðist ekki að fólkinu. Honum virtist það vera andlega snautt, harðbrjósta og stundum sið- spillt. Það Virtist vera sannleikur, að Missouri væri hæli fyrir strokumenn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.