Úrval - 01.02.1946, Page 110

Úrval - 01.02.1946, Page 110
108 ÍÍRVAL aS egna snák, en vœri maður biíinn óvitandi skyldi hann heílbrigður verða. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu var mikill ótti í tjaldbúðunum. Þegar hrakningamir tóku að auk- ast var farið' að ræða um uppreisn. Er Jósep heyrði það lýsti hann hátíð- lega yfir, að plága mundi slá mennina og að þeir myndu deyja eins og pest- arkindur. Ef svo væri, hugsaöi Brig- ham, ættu þeir að snúa við. Það var í júní, sem kóleran gaus upp, en þá iágu hinir örmagna menn í tjöldum á hólma í Fishing-fljóti. Slíkt óráð og nístandi kvalir hafði Brigham aldrei séð fyrr. An læknis, hjúkrunarkonu og lyf ja lágu leiðangursmenn á tæt- ingi í tjaldbúðunum með ör-fáa menn á fótum til hjálpar. í fyrstu reyndi Jósep að lækna félaga sina með bænahaldi, en brátt varð hann einnig sjúkur. „Guð er reiður,“ sagði hann. „Hann er að refsa okkur.“ Brigham var á öðru máli. Þetta var allt saman bölvuð fíflska, sagði hann. Þeir mundu allir hrynja niður eins og mýs af eitri. Þó að aðeins 16 menn létust úr plágunni, voru hinir veikburða og út- taugaðir. Jósep, sem sjálfur var rugl- aður og úrræðalaus, sendi njósnar- menn til Independence til að komast fyrir tilgang og styrk óvinanna. Þeir sögðu að vitfirring væri að halda lengra. Trúbræður þeirra höfðu allir verio reknir út úr Jacksonsfylki, heimili þeirra brennd og nú beið skríllinn þess að geta ráðist á her Jóseps. öll sigurvon var fokin út í veður og vind og Jósep sá, að herinn varð að snúa við. ,,Bræður,“ sagði hann og horfði á hin teknu andlit þeirra. „Við leysum upp herinn. Þið skulið fara aftur til Ohio — en farið tveir og tveir og boðið fagnaðarerindi á leiðinni. Zion mun okkur gefast, en guð er ekki reiðubúinn ennþá. Leggið þegar af stað. Guð blessi og varðveiti ykkur." Fyrir þremur mánuðum hafði Jósep lagt af stað i broddi fylkingar. Nú rakti hann spor sín til baka, S fylgd með nokkrum forustumönnum, þúsimd mílna veg. Mennirnir komu. tveir og tveir til heimila sinna í Kirtlandi, berfættir og tötrum búntr, ösigurinn var mjög beizkur fyrir Jósep, en vegna eins var hann glað- ur: hann gat snúið til þýðinga sinna og drauma. Missouri mundi vei'ða aö sjá um sig sjálf meðan hann efldi kirkjuna í Ohio. Musterið og markaðstortjið. Jósep hafði áformað fyrir löngu að hafa 12 postula og til þessara háleitu. embætta kallaði hann sina sterkustu menn, fyrstan meðal þeirra Brigham Young. Meðan þessir menn fóru í trú- boðsleiðangra til þess að skíra fólk. kepptist Jósep við að koma hinu tign- arlega musteri upp. Loksins var það fullsmíðað. Þetta var stór steinbygging, sem hafði. kostað 40,000 dollara og vakið mikla undrun. Margir blaðamenn og gestir höfðu komið að skoða það lengst austan úr ríkjum. Jósep kallaði það hús di-ottins og var reiðubúinn að vígja það. Það hafði verið byggt með gjafavinnu og samskotum. Allir beztu múrarar og trésmiðir meðal trúbræðramia höfðu unnið sem óðir væru þangað til því var lokið. Musterið með hinum 110 feta háa turni var svipmesta byggingin á þess- ari víðáttumiklu sléttu. Jósep var mjög glæsilegur á vígslu- daginn, i svörtum lafafrakka og ermalínsskyrtu. Buxurnar voru víöar um mjaðmirnar, en þröngar um hnéö og voru girtar ofan i gljáandi leður- stígvél. Hið ljósa hár hans var greitt aftur í stórmn bylgjum. Það var meira um dýrðir við vígsl- una en Jósep hafði gert sér vonir um. Margir af hinum meiriháttai' leiðtog- um kirkjunnar sáu sýnir. Og Jósep sjálfur sá ljóma hins himneska ríkis, Jesús birtist og sagðist taka við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.