Úrval - 01.02.1946, Page 121

Úrval - 01.02.1946, Page 121
EÖRN GUÐS 119' musterinu áttu að hvíla á 12 geysi- stórum uxum, gyltum að utan, og hinn hái stöpull átti að vera skráður engil- myndum. Byggingarkostnaðurinn — miljón dollarar — var tákn um lioll- ustu og ósérplægni trúbræðranna. Jósep hugsaði um það með ánægju, en hann var líka ánægður af öðrum ástæðum. Emma gekk með barni og hann vonaði, að hún mundi skap- rauna honum minna, þegar barnið væri komið. 1 Englandi skirðu postularnir fólk hundruðum saman, svo að jafnvel Parlamentið varð skelkað. Nokkrir af hinum nýskírðu Englendingum, voru ríkir og fluttu búferluin til Nauvoo. Fleira var það, sem jók á ánægju Jóseps. Hann hafði, með því að lofa Frjálslynda flokknum fylgi Mormóna, fengið leyfi löggjafanna fyrir háskóla og fyrir stofnun hers; sömuleiðis hafði hann útvegað borgarréttindi. Abraham Lincoln hafi greitt leyfun- um atkvæði og slíkt hið sama Stephen Douglas. Ahrifamenn í Illinois litu með vel- þókmm til hans og hans fólks. Brátt mundi hann hafa nokkur þúsund mann vel vopnaðan her. „Þá ættu óvinir mínir að koma," hugsaði hann með sér, þegar hann horfði yfir Nauvoo. Allt í einu kom hann auga á Lovísu Bemen. Hann opnaði gluggann til þess að brosa til hennar. „Góðan daginn, Lovísa systir." Augnaráð hans svalg í sig hinn fagra líkama hennar og staðnæmdist við ástleitnislegt andlit hennar. „Ég þarf að hitta þig eftir nokkra daga —• þegar ég hef ekki svona mikið að gera.“ „Allt í lagi, Jósep bróðir.“ Honum geðjaðist vel að stúlkunni. Hún var heilbrigð og fjörleg. Hann vissi naumast, hvers vegna hann óskaði að hitta hana og þó vissi hann það. Eftir þvi sem hann sá borg- ina stækka og herin fá á sig lögun, því meir hugsaði hann um hlunnind- in í öðru lífi, sem væru þvi samfara að eiga mörg afkvæmi. Hann þurfti margar konur og mörg böm, ef hann ætti að verða skjótlega guð í öðru iífi. Það voru einnig aðrar ástæður engu minna knýjandi. i Nauvoo voru fleiri konur en karlar. Ef kona var einhleyp mundi hún ef til vill leita sér að friðli og falla í hórdóm. önn- ur ástæða, sem hann varð að játa fyrir sjálfum sér voru girndir hans: hann sá aldrei laglegan kvenmann svo, að hann langaði ekki til að snerta hana. Þetta hafði hann áður litið á sem veikleika holdsins, en nú fann hann, að guð hafði ætlað honum margar konur. Þegar hann sá Lovisu ganga aftur fyrir gluggann, kallaði hann til henn- ar og bað hann að koma inn. „Lovísa, þú trúir því að ég sé spá- maður ? Að það, sem ég geri sé fyrir- skipað af drottni?“ „Já, auðvitað, Jósep bróðir.“ Hann tók hendur hennar og starði á andlit hennar. „Lovísa, þú átt að verða konan min." „Konan þín,“ hrópaði hún hissa. „En þú átt konu.“ „Já, en ég á að fá mér aðra. Það er guðs vilji." „Ég skil þetta ekki,“ sagði hún,. Það var blíðuhreimur i röddinni. Hann dró hana að sér, kyssti mjúk- ar varir hennar og horfði í hin undr- andi augu hennar. „Eg er spámaður og ekki eins og aðrir menn. Auk þess er bað skylda trúsystranna að giftast og hjálpa eiginmönnum sínum að verða að guðum í öðru lífi með þvi að eiga börn. Þú verður að skilja eitt: kona getur ekki öðlast dýrð í öðrum heimi, nema hún eigi eigin- mann.“ „En ég get eignast eiginmann," sagði hún hreykin og leit upp á hann. „Eiginmann eins og mig?“ „Nei. En ertu viss um að guð vilji það?“ „Auðvitað. Var hann reiður við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.