Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 4
2
■Orval,
urinn segir, að vatn í glasi sé
edik, grettir hann sig, þegar
hann dreypir á því. Dávaldurinn
getur talið honum trú um, að
viðstaddir menn séu fjarver-
andi, brugðið huliðshjálm yfir
þá, og hinn dáleiddi hagar sér
eins og hann hvorki sjái þá né
heyri. En hann getur einnig orð-
ið miklu skynnæmari en ella,
heyrt og séð miklu betur en
venjulega. Dávaldurinn getur
látið hann sjá missýnir og of-
sýnir og heyra ofheyrnir. 1 fám
orðum: Hann skynjar það, sem
dávaldurinn telur honum trú
mn, að hann skynji, aðhefst
það, sem hann skipar honum,
trúir því, sem hann segir hon-
um að trúa.
í dáleiðslu hefur maðurinn oft
miklu betra minni en venjulega,
hann man margt það skýrt, sem
honum er ómögulegt að minnast
í vöku. Þó ber þess að gæta, að
frásögn hans getur hæglega
brjálazt fyrir óviljandi áhrif frá
dávaldinum; þegar maðurinn
raknar úr dáinu og kemur til
sjálfs sín, man hann venjulega
ekkert af því, sem hann hefur
sagt eða gert, eða neitt það, sem
fyrir hann hefur borið. En
áhrifa dáleiðslunnar getur þó
gætt alllengi eftir að maðurinn
er vaknaður. Ef dávaldurinn
hefur t. d. sagt honum, að hann
muni ekki finna ákveðinn ilm
fyrr en eftir tvo daga, þá er
hann ónæmur fyrir þessari lykt
þennan tíma. Ef dávaldurinn
segir honum að gera eitthvað
að ákveðnum tíma liðnum, eftir
að hann er vaknaður úr dáinu,
þá gerir maðurinn það, t. d. að
fara upp á stói og loka glugga
að fimm mínútnum liðnum,
að fara á ákveðinn stað kl. 3
daginn eftir. Þannig getur
áhrifa dáleiðslunnar gætt all-
lengi, eftir að maðurinn er kom-
inn úr dáleiðslunni. Sennilegasta
skýring á þessu er sú, að dá-
leiðsla á lágu stigi leynist með
manninum eða komi fram með
honum síðar, samkvæmt fyrir-
mælum dávaldsins.
Við skulum nú athuga dá-
leiðsluna nánar.* Læknir eða
sálfræðingur, sem áheyrendurn-
ir telja, að hafi mikla þekkingu
á sálarlífinu og mikið vald yfir
mönnum, er að halda fyrirlest-
ur. Hann biður nú einn áheyr-
endanna, sem við getum kallað
* í eftirfarandi lýsingu er stuSzt
við rit enska sálarfræðingsins Mc.
Dougllas, er manna bezt hefur lýst
og skýrt dáleiðslu og sjálfur var af-
burðagóður dáleiðandi.