Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 24
Dýr geta líka verið slysin.
Slysfarir í dýraríkinu.
Grein úr „Britannia & Eve“,
eftir Frank W. Lane.
J^IGI ósjaldan bíða villt dýr og
fuglar bana af slysförum.
Vafalaust valda sjúkdómar, kúl-
ur og snörur veiðimannanna, og
umfram allt árásir ránfugla og
rándýra flestum dauðsföllum
innan dýraríkisins, en slys eiga
þar líka sinn stóra þátt.
Slys af því tæi henda tíðum
við fæðuöflun. Fyrir kemur, að
fuglar klófesta bráð, sem ráð-
legra hefði verið að láta
óáreitta. Fálkar gerast stundum
svo djarfir, að hremma hreysi-
ketti. En meðan lífsvottur leyn-
ist með marðarkrílinu, má hann
eiga sér ills von. Jafnvel hátt
í lofti getur hreysikötturinn
sætt lagi og skellt hárbeittum
vígtönnunum í skrokk óvinar
síns, enda þótt fálkinn hafi læst
í hann oddhvössum klónum.
Állinn getur einnig verið fugl
um viðsjáll viðureignar. Dæmi
þekki ég um hegra, sem hugð-
ist gleypa miðlungsál eins og
hann lagði sig. En áður en hann
fengi komið honum öllum nið-
ur, vafðist sporður fisksins um
hinn langa háls hegrans og
braut hann. Það varð líka einu
sinni gulönd að bana, að hún
ætlaði að svelgja álsseiði, sem
þó var aðeins hálfur þriðji
þumlungur á lengd. En svo fór,
að sporður seiðisins festist í
annarri nös fuglsins, en fram-
parturinn lafði niður í kok hans
og — síðan ekki söguna meir.
Hafsúlunni getur stundum
orðið hált á því að stinga sér
úr háalofti eftir veiði. Á síðustu
stundu getur komið babb í
bátinn. Súla, sem hafði
stungið sér til kafs, rak nefið í
gegnum teistu, er flogið hafði
í veg fyrir hana. Súlan fannst
seinna rekin á f jöru, með teist-
una eins og kraga um hálsinn.
Fyrir kemur, að súlan ganar
upp í opið ginið á fiski. Einu
sinni var súla að kafa eftir geir-
fiski, en svo illa vildi til, að
hinn hvassi efri skoltur fisks
ins gekk skáhallt upp í auga
súlunnar og braut heilakúpuna.