Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 107

Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 107
TIL MIKILS AÐ VINNA 105 seig sólin hálfri stundu seinna í hafið en kvöldinu áður — en það þýddi, að skipið hafði farið fjögur til fimm hundruð mílna vegalengd. Sjúklingnum fór stöðugt fram, og samkvæmt ráðum læknisins og ungu stúlkunnar, fór hann í æ lengri gönguferðir um skipið. Kynnin milli sjúklingsins og dóttur skipseigandans héldu áfram að vaxa, og allir farþeg- arnir fylgdust með þróuninni af mikilli athygli. Menn sögðu, að þau væru ástfangin hvort af öðru, og forðuðust á allan hátt að verða þeim til trafala. Það þótti sjálfsagt, að þau væru saman öllum stundum. Meðan Lanny var veikur, var honum ánægja í hinni stöðugu návist Lizbetar, en eftir því sem styrkur hans óx, þvarr ánægjan. Lizbet gat uppfyllt líkamlegar þarfir hans, en ekki hinar andlegu; honum fór að drepleiðast, að fá aldrei að vera einn og í friði. Hvað í dauðan- um átti hann að tala við hana um? Hann vissi ofurvel, hvað það var, sem hún sóttist eftir — ást hans. Á mánabjörtum kvöld- um, þegar heitur blærinn straukst um þau, átti hann að taka utan um hana, í stað þess að ganga til klefa síns. Smá- saman myndi hún láta undan, fullkomlega hamingjusöm, og roði myndi kvikna á vöngum hennar. Síðan myndi hún segja föður sínum frá því, hvemig komið væri, og hann myndi skýra hinum farþegunum frá því, að þau væru loksins heit- bundin. Þegar skipið kæmi til næstu hafnar, myndu þau fara í land og ná í einhvern trúboða, sem gæti pússað þau saman; og eftir það myndi Lanny lifa sama lífinu og hann lifði nú, allt til æviloka. Hann yrði að gera það, sem ætlazt væri til af honum, enda þótt honum hundleiddist. Lanny hugsaði með sér: Ég er kominn í klípu og ég ætti að fara í land á fyrsta viðkomu- stað og fljúga aftur heim. En hann var ekki fullkom- lega ánægður með þessa Iausn, því að hann langaði til að ná tali af Laurel Creston. Eftir því sem líkamlegar þarfir hans minnkuðu, uxu andlegu þarfirn- ar; Laurel kom í stað Lizbetar í huga hans. Hann var ekki í minnsta efa um, hvað það var,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.