Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 107
TIL MIKILS AÐ VINNA
105
seig sólin hálfri stundu seinna
í hafið en kvöldinu áður — en
það þýddi, að skipið hafði farið
fjögur til fimm hundruð mílna
vegalengd.
Sjúklingnum fór stöðugt
fram, og samkvæmt ráðum
læknisins og ungu stúlkunnar,
fór hann í æ lengri gönguferðir
um skipið.
Kynnin milli sjúklingsins og
dóttur skipseigandans héldu
áfram að vaxa, og allir farþeg-
arnir fylgdust með þróuninni
af mikilli athygli. Menn sögðu,
að þau væru ástfangin hvort af
öðru, og forðuðust á allan hátt
að verða þeim til trafala. Það
þótti sjálfsagt, að þau væru
saman öllum stundum.
Meðan Lanny var veikur, var
honum ánægja í hinni stöðugu
návist Lizbetar, en eftir því
sem styrkur hans óx, þvarr
ánægjan. Lizbet gat uppfyllt
líkamlegar þarfir hans, en ekki
hinar andlegu; honum fór að
drepleiðast, að fá aldrei að vera
einn og í friði. Hvað í dauðan-
um átti hann að tala við hana
um?
Hann vissi ofurvel, hvað það
var, sem hún sóttist eftir —
ást hans. Á mánabjörtum kvöld-
um, þegar heitur blærinn
straukst um þau, átti hann að
taka utan um hana, í stað þess
að ganga til klefa síns. Smá-
saman myndi hún láta undan,
fullkomlega hamingjusöm, og
roði myndi kvikna á vöngum
hennar. Síðan myndi hún segja
föður sínum frá því, hvemig
komið væri, og hann myndi
skýra hinum farþegunum frá
því, að þau væru loksins heit-
bundin. Þegar skipið kæmi til
næstu hafnar, myndu þau fara
í land og ná í einhvern trúboða,
sem gæti pússað þau saman; og
eftir það myndi Lanny lifa
sama lífinu og hann lifði nú,
allt til æviloka. Hann yrði að
gera það, sem ætlazt væri til
af honum, enda þótt honum
hundleiddist.
Lanny hugsaði með sér: Ég
er kominn í klípu og ég ætti að
fara í land á fyrsta viðkomu-
stað og fljúga aftur heim.
En hann var ekki fullkom-
lega ánægður með þessa Iausn,
því að hann langaði til að ná
tali af Laurel Creston. Eftir því
sem líkamlegar þarfir hans
minnkuðu, uxu andlegu þarfirn-
ar; Laurel kom í stað Lizbetar
í huga hans. Hann var ekki í
minnsta efa um, hvað það var,.