Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 9
DÁLEIÐSLA
7
andstæða og sterkari hneigð, þá
sigrar hin sterkari. Dávaldurinn
hefur t. d. talið Jóni trú um, að
hann geti ekki risið upp úr stóln-
um, sem hann situr á, og honum
tekst það ekki, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Setjum nú svo,
að einhver kalli, að kviknað sé
í húsinu og að allir þjóti út.
Myndi Jón þá sitja eftir í stóln-
um og mega sig hvergi þaðan
hræra? Alls ekki, fregnin um,
að eldur sé kominn upp í húsinu,
myndi vekja með honum sterka
hræðslu, sem myndi verða yfir-
sterkari dáhrifunum. .Tafnskjótt
og Jón heyrir um brunann,
stekkur hann eins og aðrir úr
sæti sínu. Dávaldurinn getur
sefjað Jón til að fremja mein-
ingarlausar, kjánalegar og jafn-
vel hlægilegar athafnir, en ef
hann skipar honum að gera eitt-
hvað, sem særir trúarhugmynd-
ir hans og siðferðisskoðanir, eitt-
hvað, sem honum finnst and-
styggilegt og ósamboðið virð-
ingu sinni, þá hlýðnast Jón ekki
fyrirskipunum dávaldsins. Hon-
um getur jafnvel orðið svo mik-
ið um, að hann vakni af dá-
svefninum, setji sig til varnar,
svo að dávaldurinn nær ekki
framar tökum á honum.
Áður hefur verið á það drep-
ið, að dáhrifanna gætir oft leng-
ur en meðan maðurinn er í
sjálfri dáleiðslunni. Dávaldurinn
segir t. d. Jóni, að hann skuli
ganga að ákveðnum manni í
salnum, taka vasaklút hans og
hnýta á hann hnút, fimm mín-
útum eftir að hann vaknar af
dásvefninum. Jón gerir þetta,
og þegar hann er svo eftir á
spurður um ástæðuna til þessa
kjánalega verknaðar, finnur
hann einhverja átyllu til að rétt-
læta hann með. Það er mjög títt,
að menn réttlæti gerðir sínar
með tylliástæðum (rationalisa-
tion). Sá, sem kemur með
tylliástæður fyrir einhverju,
ber fram rangar ástæður, en
segir ekki vísvitandi ósatt. Hann
heldur sjálfur, að þetta sé hin
rétta ástæða. Hinar réttu ástæð-
ur fyrir því, að við gerum eitt-
hvað, eru oft allt aðrar en við
höldum þær vera. Venjulega
fegrum við þær mjög og teljum,
að okkur hafi gengið gott eitt
til með breytni okkar, jafnvel
þótt við verðum að játa að
árangur gerða okkar sé ekki
góður. Með flestum er rík
hneigð til að réttlæta breytni
sína fyrir sjálfum sér og öðrum.
Stundum kemur fyrir, að Jón
man, þegar hann er vaknaður,