Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 38
Nýtízku skopstæling:
gamals atburðar.
Kolumbus
finnur Ameríku.
eftir Ilia Ilif og Evgeny Fetrov.
T AND, LAND,“ hrópaði sjó-
,, maðurinn, sem sat uppi í
siglutoppinum, frá sér numinn
af gleði. Hin langa sjóferð
Kristófers Kolumbusar, með öll-
um hættum og erfiðleikum, var
að enda komin. Kolumbus þreif
sjónaukann með titrandi hönd-
um.
,,Ég sé mikinn fjallgarð,"
sagði hann við skipverja, „en
það er einkennilegt, að það er
eins og það séu gluggar á f jöll-
unum. Ég hefi aldrei fyrr séð
fjöll með gluggum." „Eintrján-
ingur með innfædda menn,“ var
hrópað. Landkönnuðirnir, sem
klæddir voru víðum skikkjum
og með hatta, prýdda strúts-
f jöðrum, þustu allir á hléborða.
Tveir innfæddir menn, klædd-
ir einkennilegum, grænum bún-
ingi, klifruðu um borð og réttu
Kolumbusi stærðar skjal, án
þess að mæla orð.
„Eg ætla að uppgötva land
yðar,“ sagði Kolumbus, og
kenndi stolts í röddinni. „I nafni
Isabellu Spánardrottningar lýsi
ég yfir því, að lönd þessi til-
heyra ...
„Auðvitað! En fyllið fyrst út
þetta spurningaeyðublað," sagði
hinn innfæddi þreytulega.
„Skrifið með prentstöfum —
fullt nafn, þjóðerni og heimilis-
ástæður, og skýrið frá því,
hvort þér þjáist af trachoma-
augnveiki, hvort þér hafið í
huga að steypa amerísku stjóm-
inni og hvort þér eruð fábjáni
eða ekki.“
Kolumbus þreif til sverðs
síns. En þar sem hann var ekki
fábjáni, stillti hann skap sitt.
„Það má ekki æsa hina inn-
fæddu,“ sagði einn af förunaut-
um hans. „Villimenn em eins og
börn. Þeir hafa stundum ein-
kennilega siði — ég þekki það
af eigin reynd.“
„Hafið þér heimferðarseðill
og fimm hundruð dollara?" hélt
innfæddi maðurinn áfram.
„Og leyfist mér að spyrja —