Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 18
16
ORVAL
forráðamenn UNNRA. Þess má
geta t. d., að íbúar Dortmund-
borgar í Þýzkalandi drekka nú
plöntumjólk, sem framleidd er
í ölgerð þar í borginni.
Plöntumjólk er ekki nýnæmi
fyrir Austurlandabúa, og það
er raunar furðulegt, að við skul-
um ekki hafa notfært okkur
hana fyrr. I 5000 ár hafa kín-
versk börn dafnað vel af mjólk
úr soyabaunum.
„Það er ekki stórfelld hús-
dýrarækt í Kína,“ segir Shih
Tsin Tung, kínverskur vísinda-
maður. „Við notum nautpening
sem dráttardýr, og kúamjólk er
sjaldgæf." Itrekaðar rannsókn-
ir hafa leitt í ljós, að kínversk
börn eru hraust og harðgerð,
enda þótt þau bragði ekki mjólk
úr dýraríkinu, fyrr en þau eru
orðin stálpuð.
Soyamjólk er ódýr og auð-
velt að búa hana til. Soyabaun-
irnar eru þvegna og lagðar í
bleyti yfir nóttina; síðan er
hrært dálítið í þeim, svo að hýð-
ið losni og fljóti upp á yfirborð-
ið.
Baunirnar eru síðan malaðar
og settar í grisjupoka og honum
dýft í skál með volgu vatni —
eitt pund af baunum í rúmlega
pott af vatni. Pokinn er kreist-
ur með höndunum í 10 mínútur
og síðan þurrundinn. Gulleiti
vökvinn í skálinni er soðinn í 30
—40 mínútur yfir hægum eldi
og hrært oft í. Mjólkina á að
geyma á köldum stað.
Soyamjólkin líkist mjög dýra-
mjólk, og að efnasamsetningu er
hún nærri því eins og móður-
mjólk, nema heldur gæðameiri
að sumu leyti. Hún inniheldur
helmingi meira af eggjahvítu en
móðurmjólk, helming fitu og
kalks og helmingi meira af
járni. Hún er að vísu minni kol-
vetnagjafi, en úr því má bæta
með því að blanda hana mjólk-
ursykri.
Stundum er að vísu dálítið
baunabragð að mjólkinni, en úr
því má einnig bæta með ýmsum
aðferðum.
Aukið næringargildi er aðeins
einn af hinum mörgu kostum
soyamjólkurinnar. Hópur lækna
rannsakaði 175 tilfelli, þar sem
ungbörn þjáðust af fæðuof-
næmi. Það kom í ljós, að 31%
af börnunum þoldu ekki kúa-
mjólk, en þegar þeim var gefin
soyamjólk, hurfu ofnæmisein-
kennin algerlega, en þau komu
einkum fram sem asthmaflog og
niðurgangur.